Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 10

Réttur - 01.07.1930, Page 10
22« STRAUMHVÖRF [Rjettur Og þetta er ekki kraftaverk — heldur stórvirki starfandi manna, sem sjálfir eiga framleiðslutæki mannfjelagsins sameiginlega, stjórna þeim og starf- rækja í sameiningu og njóta ávaxta þeirra sjálfir. Og ávextirnir koma æ betur í ljós. Atvinnuleysið hefur síðustu sex mánuði (fram að maí) minkað um 40%.-í þeim iðnaði einungis, er æðsta atvinnuráðið hefur beint eftirlit með, hefur á þessum tíma verið bætt við 250,000 nýjum verkamönnum. Á síðustu 5 árum hafa vinnulaun vaxið um 79% og eru nú 139% samanborið við fyrir stríð. Til almannatrygginga fara í ár 1400 miljónir rúbla. (í Þýskalandi samtímis minkað um 500 miljónir marka). Á tveim síðustu árum hefur ríkið veitt 1330 miljónir rúbla til íbúðarhúsabygginga. Og þannig mætti lengi rekja. En það er nóg í þessu efni að benda á, að auðvaldi heimsins stendur nú slíkur ótti af framkvæmd 5 ára áætlunarinnar í RB, að það er alrætt í auðvaldsblöðunum, að það verði með ofbeldi að hindra þessa iðnaðarþróun Rússlands, ella stafi allri verslun auðvaldslandanna slík hætt af samkepni iðn- aðarafurða og landbúnaðarafurða RB, að til voða horfi. Lengi vel höfðu þó borgaraflokkarnir von um að 5 ára áætlunin og kommúnisminn í Rússlandi mundi stranda á því skeri, sem auðvaldið sjálft á nú erfiðast með, landbúnaðarmálunum. Einstaklingshyggju og aldagamlan sjerbúskap bændanna myndi kommúnist- unum aldrei takast að yfirvinna. í sveitaþorpunum myndu stórbændurnir (kulakarnir), síðasta eignastjett Rússlands, sem eftir var, verða þeim óyfirstíganlegur þröskuldur — og útlenda auðvaldinu ómetanleg hjálp innanlands, þegar það aftur rjeðist á RB. Það hjelt líka þessari trú borgaranna lengi vel við, að samyrkju- bú og ríkisbú þroskuðust mjög hægt í RB. En með iðnaðarframleiðslunni eins og hún varð sam-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.