Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 15

Réttur - 01.07.1930, Page 15
Ujettu)] STRAUMHVÖRF 231 lands, jafnhliða sem innbyrðis baráttan milli hinna ýmsu auðvaldsríkja vex. Alt sem auðvaldið gerir til þess að losna úr krepp- unni, verður því til að flækja það ennþá ægilegar í net þeirra mótsagna, sem óhjákvæmilega fylgja skipulags- leysi þess, — og um leið magna þá krafta, sem grafa því gröf. En því meir sem auðvaldið dregst nær stórvelda- stríði og stjettastríði, sökum heimskreppunnar, því meira sameinast allar tilraunir þess til að draga úr kreppunni í þá einu tilraun: að brjóta RB á bak aftur með styrjöld. Rökin, sem knýja auðvaldið til þessa stríðs gegn ráðstjórnarríkjunum eru auðsæ. í fyrsta lagi er framkvæmd 5 ára áætlunarinnar, hinn geysilegi viðgangur iðnaðarins á öllum sviðum í RB, — svo skerandi mótsetning við kreppuna og hnign- unina í auðvaldsríkjunum, að það fer ekki hjá því að þetta hafi afskapleg áhrif á hugi verkalýðsins um heim allan, og það sem auðvaldsríkin óttast ennþá meir: ef þessu heldur áfram verða RB nýtt stórkostlegt iðnað- arvald, sem með tímanum eyðileggur þá í samkepninni, ef þejr ekki kæfa það, þegar í byrjun. f öðru lagi álíta þeir RB rjettilega miðdepil bylting- arhreyfingar heimsins, sem með tilveru sinni einni saman magnar baráttu verkalýðs og nýlenduþjóða um heim allan. Auðvaldið ynni því hið þarfasta verk fyrir sjálft sig, til að drepaniður verklýðshreyfinguna heima fyrir og nýlenduuppreisnar erlendis, ef það fengi kom- ið RB á knje. í þriðja lagi sjer auðvaldið að rússneski markaður- mn er einmitt markaðurinn, sem það vantar. En nú er Þeim stíað frá honum með ríkisrekstri utanríkisversl- unarinnar og verkalýðs- og bændastjórninni. Og haldi kommúnistastjórnin rússneska áfram stór- virki því, að gera Rússland að iðnaðarríki, — sem hún

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.