Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 16

Réttur - 01.07.1930, Side 16
232 STRAUMHVÖRF [Rjettur tvímælalaust gerir, ef RB fá að vera í friði, — þá er rússneski markaðurinn að eilífu glataður fyrir auð- valdið. En gæti auðvaldið unnið hann, myndi það lengja aldur þess um nokkra áratugi enn. Öll öfl knýja því auðvaldið fram til styrjaldar við RB — og það styrjaldar, er hefjist hið allra bráðasta, áður en það er orðið of seint. Stríðsundirbúningurinn er þegar svo langt kominn, að segja má að stríðið sje hafið, —- þótt ekki sje farið að skjóta enn. Fyrsta skilyrðið í nútímastríði er að undirbúa al- menningsálitið. Sá undirbúningur hefur verið rekinn svo ljóst af öllum auðvaldsblöðum heimsins, að frekari sannana þarf ekki við, til þess að sýna hvert stefnir. Hámark þessa undirbúnings er undirróður kaþólsku kirkjunnar í vetur og þar með gel'ið út herópið fyrir auðvaldsstyrjöldina: Vernda kristindóminn fyirr bols- hevismanum! Annað mikilvægt undirbúningsstarf er leynimakkið til að fá öll auðvaldsríkin með í bandalagið gegn RB. Þetta leynimakk hefur óneitanlega borið ávöxt síðustu árin. Þýskaland, sem fram að 1922 hallaðist frekar að RB, er komið inn í bandalagið, — og jafnvel að nokkru sætt við Pólland, hinn svarna óvin þess og RB. Eng- land og Frakkland hafa nálgast hvort annað. Og Bandaríkin, sem áður sátu hjá, eru orðinn ákafur þátt- takandi i þessum hernaðarundirbúningi. Þá er ennfremur reynt að veikja RB fjárhagslega og einskis svifist í þeim efnum. RB er neitað um lán. Það er jafnvel gengið svo langt, að eftir kröfu frönsku stjórnarinnar er gull, sem Rússar senda til New York, tekið þar eignanámi, af því Frakkar hafa lánað Rússa- keisara fje til manndrápa fyrir 20 árum. Það er enginn sá glæpur, sem auðvaldið ekki drýgir til að vinna RB fjárhagslegt tjón. I París falsar glæpamaður rússneska víxla fyrir hundruð þúsunda dollara. í stað þess að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.