Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 23

Réttur - 01.07.1930, Page 23
Rjettur] MARXISMINN 239 efnið (náttúruna) hið upphaflega, tilheyra hinum ýmsu deild- um efnishyggjunnar«. Einkum skyldi skoðun Marx á sambandi vilja-frels- is og nauðsynjar skýrt fram dregin. »Frelsið er skiln- ingur á nauðsyninni. Blind er nauðsynin aðeins að svo miklu leyti sem hún ekki verður skilin«. (Engels: Anti- Dúhring).—Þetta er viðurkenning á hlutlægu lögmáls- samræmi í náttúrunni og þróunarlegri breytingu nauð- synjar í frelsi (ásamt breytingu hins óþekta, en þekkj- anlega ásigkomulags hlutarins (Ding an sich) í við- horf hans til vor (Ding fur uns), breytingu á því, sem hlutirnir eru, í það, sem þeir virðast). Marx og Engels töldu, að aðalgalli hinnar eldri efnishyggju, einnig Feuerbachs (einkum á þetta heima um hina yfirborðs- legu efnishyggju Buchners, Vogts og Moleschots) lægi í því, 1.) að þessi efnishyggja væri aðallega vélræn og tæki eigi tillit til nýjustu uppgötvana í efnafræði og líf- fræði, 2.) að gamla efnishyggjan væri ósöguleg og beiti ekki rökþróunaraðferðinni (hefði það úr frumeðlis- spekinni að vanta þróunarhugtakið) og beitti hvorki þróunarskoðuninni rökfast né víðtækt, 8) að hún skoð- aði mannlegt líf sérstætt, en eigi sem heild eða sköpun (ákveðins, .sögulegs) »þjóðfélags-ástands« og »túlki« því aðeins heiminn í stað þess, að það, sem mestu skifti sé »að breyta honum«. Það er, að hún viðurkenndi eigi ■ gildi byltingarsinnaðrar starfsemi. Þráimarspekin (Dialektik). í þróunarspeki Hegels sáu þeir Marx og Engels hina víðtækustu og veigamestu þróunarkenningu, og töldu þeir hana helzta afrek klassisku, þýzku heimspekinnar. Sérhverja aðra stílun á lögmálum þróunarinnar, töldu þeir einhliða og innantóma. Þeir töldu það stílun, er rangsneri og afbakaði hina raunverulegu rás þróunar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.