Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 27

Réttur - 01.07.1930, Page 27
Rjettur] MARXISMINN 243 inn til víðtækrar og alhliða rannsóknar á gangi sköp- unar, þróunar og hrörnunar í hinum félagslegu mynd- um framleiðsluháttanna, þar sem hann rannsakaði alla andstæða viðleitni í heild sinni og rakti hana til hinna nákvæmlega ákveðanlegu lífs- og framleiðsluhátta ó- likra þjóðfélagsstétta og útrýmdi hlutdrægni og ein- staklingsgeðþótta við úrval og túlkun sérstakrar »ríkj- andi« hugmynda, en gerir hinsvegar ljóst, að undan- tekningarlaust eiga allar hugmyndir og ólíkar tilhneig- ingar rætur sínar í ásigkomulagi efnislegra fram- leiðsluafla. Mennirnir skapa sér sjálfir sögu. á*n Marx vakti athygli á, af hverju hvatir mannsins og einkum lýðsins ákveðast, hvernig árekstur andstæðra hug- mynda og viðleitni skapast, hvað allir þessir árekstrar í öllum mannlegum félagsmyndum sýna, hver séu hin hlutlægu framleiðsluskilyrði hins efnalega lífs, sem myndar grundvöllinn að allri sögulegri starfsemi mannanna og loks hvert þróunarlögmál þessara skil- yrða sé. Hann vísaði veginn til vísindalegrar rannsókn- ar á sögunni, sem heildar samkynja lögbundinna fyrir- brigða, allt um hina afskaplegu margbreytni sína og mótsetningar. — Það eru almennt viðurkenndar stað- reyndir, að í hverju þjóðfélagi eru tilhneigingar sumra algerlega andstæðar tilhneigingum annara, að þjóðfé- lagslífið er fullt mótsetninga, að sagan er barátta milli þjóða og þjóðfélaga, en jafnframt innbyrðis barátta með þjóðum og þjóðfélögum, — og auk þessa tíma- bundin skifting friðar og styrjalda, byltingar og aftur- halds, kyrrstöðu, skjótra framfara eða hnignunar. Marx lét oss í té þann leiðarvísi, er gerir fært að upp- götva lögmálssamræmið í öllum þessum óskapnaði, þessu völundarhúsi, er svo virðist. Það er nefnilega kenningin um stéttabaráttuna. — Aðeins við að kynna sér heildar-viðleitni allra félaga ákveðins þjóðfélags eða félagsheildar er unt að ákveða á vísindalegan hátt

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.