Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 35

Réttur - 01.07.1930, Side 35
Íijettur] MARXISMINN 251 ógnarauð, en hins vegar fátækt og neyð. En hún skap- ar einnig »varalið iðnaðarins«. Það er hinn »hlutfalls- legi« offjöldi verkamanna, eða »ofmergð fólksins í auðvalds-þjóðfélaginu«, sem tekur á sig ýmsar myndir og gerir auðmagninu fært að auka framleiðsluna mjög óðfluga. Þessi möguleiki í sambandi við lánskerfið og aukningu þess auðmagnsins, sem í framleiðslutækjun- um er fólgið, gerir oss fært að skilja kreppur offram- leiðslunnar, sem brjótast út með vissu millibili í auð- valdslöndunum, fyrst að meðaltali 10. hvert ár, síðar með lengri eða styttri millibilum. Greina verður á milli aukningar auðmagnsins á grundvelli auðvaldsstefnunnar og hinnar svokölluðu »frumsöfnunar«, sem er fólgin í ofbeldisfullum skiln- aði verkamannsins frá vinnutækjunum, brottflæming bænda af jörðunum, undirsölsun á almenningslöndum, kerfi nýlendna og ríkisskulda, verndartollum o. s. frv. Frumsöfnunin skapar öðrum megin frjálsa, lausa og liðuga öreiga, hinsvegar fjárhafann, auðmanninn. Hina »sögulegu tilhneigingu í aukningu auðmagns- ins« auðkennir Maivx svo, sem hér segir (Auðmagnið«, 1. bindi). »Eignasvifting hins raunverulega framleiðanda fer fram með hlífðarlausri grimmd, knúið svívirðilegustu, viðbjóðslegustu, lægstu og haturfyllstu hvötum. Hinni sjálfreknu einkaeign, sem svo að segja hvílir á samlögun hvers einstaks, óháðs verka- manns við eigin vinnuskilyrði, er bolað burt af auðvalds- einka- eign, sem hvílir á arðráni á aðfenginni vinnu, sem að nafninu til er frjáls. Jafnskjótt og þessi breyting er orðin nægilega víðtæk og djúp- tæk og hefir nógsamlega sundrað gamla þjóðskipulaginu, jafn- skjótt og- verkamönnunum er breytt í öreiga og vinnuskilyrðum þeirra í auðmagn, jafnskjótt og framleiðsluhættir auðvaldsins standa föstum fótum, fær bæði hin vaxandi félagsnýting vinn- unnar, breyting jarðarinnar og annarra framleiðslutækja í fé- lagslega nýtt — sem sé sameiginleg tæki — og öll frekari eigna- svifting' einkaeigandanna — á sig nýtt form. Það er eigi lengur verkamaður, er sjálfur á og rekur vinnu sína, sem nú er sviftur 17’

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.