Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 36

Réttur - 01.07.1930, Page 36
252 MARXISMINN [Rjcttur eignum, heldur er það iðjuhöldurinn, sem arðrænir fjölda verka- manna. Sú eignasvifting fer fram í samræmi við þau lögmál, er fólg'- in eru í auðvalds-framleiðslunni og samdrættir auðmagnsins. Hvei' einstakur auðmaður leggur marga sína líka að velli. — Jafnhliða því, sem auðmagnið safnast á færri hendur og auð- kýfingarnir ná eignum smærri auðmanna undir sig, þroskast samstarf og verkaskifting í vinnunni, vísindin eru tekin betur í þjónustu hennar, jörðin er hagnýtt betur og skipulegar, vinnu- tækin breytast svo, að menn geta aðeins notað þau í félagi, þau verða hæf til margbrotinnar samvinnu og spara því stórkost- lega, allar þjóðir flækjast inn í net heimsmarkaðsins, og auð- valdið fær á sig alþjóðablæ. Með minkandi fjölda en vaxandi valdi auðdrottna þeirra, er hrifsa undir sig einkavaldið yfir öll- um hagnaði af þróun þessari, eykst að sama skapi eymd og- á- þján, kúgun, spilling og þrælkun, en jafnhliða magnast uppreisn hinnar sívaxandi, samhuga og samtaka verkalýðsstéttar, sem velgengi framleiðsluháttanna sjálfra hefir stælt og styrkt. Auðvaldið, einkavald auðmannanna yfir auðmagninu, verður að fjötrum á framleiðsluháttum þeim, sem skapazt hafa ásamt því og undir stjórn þess. Sameining framleiðslutækjanna og sam- nýting vinnunnar kemst á það stig að ósamrýmanlegt verður auðvaldsfjötrum þeirra. Hlekkirnir hrökkva. Dauðastund einka- eignar auðvaldsins slær. Eignaræningjarnir verða eignum rænd- ir.... Auðvalds-framleiðslan skapar óhjákvæmilega sem sam- kvæmt náttúrulögum væri sitt eigið fall — framleiðir andstæðu sína«. Afar-mikilvæg og ný er ennfremur sú skýring, er Marx gefur (í öðru bindi »Auðmagnsins«) á endurnýj- un hins þjóðfélagslega auðmagns í heild sinni. Einnig hér tekur Marx, eigi einstök, heldur heildarfyrirbrigði, eigi brot úr þjóðhagsfræði, heldur hagfræðina alla saman. Þegar Marx hafði leiðrétt þá villu hinna klass- isku höfunda, sem fyr er getið, skifti hann allri þjóð- félagslegri framleiðslu í tvær stórar deildir: í fyrsta lagi framleiðslu framleiðslutækja og í öðru lagi fram- leiðslu neyzluvara. Þá rannsakar hann mjög nákvæm- lega umferð alls hins þjóðfélagslega auðmagns og styðst við tölur. Hann rannsakar þar bæði endurnýjun þess á hinu fyrra sviði og aukningu auðmagnsins.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.