Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 38

Réttur - 01.07.1930, Side 38
254 MARXISMINN [Rjettur lagslegt meðaltal og heildarlögmál með gagnkvæmum einstaklings undantekningum á báða bóga. Vöxturinn á framleiðslugetu Vinnunnar merkir skjótari aukningu hins fasta auðmagns i hlutfalli við hið breytilega. En þar sem verðmætisaukinn er aðeins framleiddur af hinu breytilega auðmagni, er það skilj- anlegt, að ágóðinn (hlutfallið milli verðmætisaukans og alls auðmagnsins, en eigi aðeins hins breytilega hluta þess) vilji þá lækka. Marx skýrir rækilega þessa til- hneigingu og fjölmörg fyrirbrigði, er dylja hana eða vinna gegn henni. í stað þess að dvelja við að segja ger frá hinurn mjög svo skemmtilega kafla 3. bindis, er fjallar um okurs-, verzlunar- og peningaauðmagn, hverfum vér að því sem mikilvægara er, kenningunni um jarörentuna. Framleiðsluverð landbúnaðarafurða ákveðst, sam- kvæmt takmörkun jarðsvæðanna, sem í auðvaldslönd; um eru undantekningarlaust setin einstökum eigend- um, af framleiðslukostnaði, ekki á meðaljörð, heldur á verstu jörðum og eigi af miðlungsskilyrðum til að flytja vörurnar á markaðinn heldur af þeim verstu. Mismunarrentan er munurinn á þessu verði og fram- leiðsluverði á betri jörðum (eða við betri flutnings- skilyrði). Þegar Marx skýrði mismunarrentuna svo rækilega og benti á að hún var sprottin af mismunandi frjósemi einstakra jarða og mismun þess auðmagns, er lagt er í jörðina, af-hjúpaði hann algerlega villu Ricar- dos (sjá einnig »Kenningar um verðmætisaukanncc, þar sem gagnrýnin á Rodbertus, er sérlega athyglisverð) að mismunarrentan skapist aðeins við breyting betri jarða í verri. Þvert á móti verður venjulega alveg öfug breyting. Vissar tegundir jarðvegs breytast í aðrar, vegna framfara búnaðar, tækni, vexti borganna o. s. frv. Djúptæk villa er hin fræga »setning um minkandi jarðarafurðir,« sem reynir að velta göllum, takmörkun- um og mótsetningum auðvaldsstefnunnar yfir á nátt-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.