Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 41

Réttur - 01.07.1930, Page 41
Rjettur] MARXISMINN 257 grundvöllur smáyrkjunnar, hið sígilda form hennar og jafnframt skilyrði fyrir viðgangi hennar og velmegun. En smáyrkja eða smárekstur er aðeins samrýmanleg þröngum upphafslegum takmörkum framleiðslu og þjóðfélags. Á auðvaldstímabilinu er aðeins formsmun- ur á því, hvernig bændur og' iönaðarverkamenn eru arðrændir. Arðræn- inginn er liinn sami: auðmagnið. Einstakir auðmenn arðræna einstaka bændur með fasteignaveði og' okri. Auðvaldsstéttin arð- rænir bændurna með ríkissköttum«. »Jarðarpartur bóndans er aðeins átylla, sem leyfir auðmanninum að taka ágóða, afborgun, bankavexti og jarðrentu af akrinum og láta bóndann sjálfan sjá um hvernig hann aflar sér vinnulauna.« Venjulega lætur bóndinn auðvaldsþjóðfélaginu (þ. e. auðvaldsstéttinni) sjálfu í té nokkurn hluta vinnulauna sinna og sekkur niður á sama stig og írski leiguliðinn — alt undir því yfirskyni að heita sjálfseignarbóndi. í hverju er fólgin »ein orsök þess, að kornverðið í lönd- um, þar sem smájarðaeign ríkir, er lægri en í löndum, sem hafa auðvaldsframleiðsluhættk ? Hún er í því fólg- in, að bóndinn lætur þjóðfélaginu (þ. e. auðvaldsstétt- inni) í té nokkurn hluta afurðaaukans endurgjalds- laust. Hið lága brauðverð er því »afleiðing af fátækt framleiðendanna en engan veginn af framleiðslugetu vinnu þeirra«. Smájarðeignunum, sem eru hin almenna niynd smáyrkjunnar, hnignar mjög undir auðvalds- skipulaginu, og hverfa þar loks að fullu. Sósialisminn. Af því, sem á undan er sagt, er ljóst, að Marx taldi, að breyting auðvaldsskipulagsins í sosialiskt þjóðfélag væri óhjákvæmileg, aðeins og eingöngu vegna atvinnu- legra þróunar-lögmála í nútíma-þjóðfélagi. Félags- nýting vinnunnar í þúsundum mynda, sem þroskast

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.