Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 43

Réttur - 01.07.1930, Side 43
Rjettur] MARXISMINN 259 iðnaðurinn nýjan atvinnugrundvöll að æðra skipulagi fjölskyld- unnar og æðra sambandi milli kynjanna með því að fá konum, unglingum og börnum af báðum kynjum svo stórvæg’ilegt hlut- verk í hendur í félagslega skipuðu framleiðslustarfi utan við bú- sýslu og hússtörf. Það er auðvitað jafn heimskuleg’t að álíta hina kristilegu germönsku mynd fjölskyldunnar algjöra og ei- lífa eins og að telja að svo sé um hinar forn-rómversku eða forn- grísku eða fjölskyldumyndir austurlanda. En raunar myndar allt þetta mismunandi skipulag fjölskyldunnar eina sögulega þróunarröð. Jafnljóst ætti það að vera, að þó samsetning verk- smiðjulýðsins af einstaklingum beggja kynja og á ýmsum aldri ,sé pestarlind spillingar og þrældóms í hinu grimmdarlega þjóð- skipulagi auðvaldsins, þar sem verkamaðurinn er til vegna fram- leiðslunnar, en framleiðslan eigi vegna veykamannsins — þá verður sú samsetning' með breyttu skipulagi að uppsprettu ma.nnúðlegrar þróunar«. (»Auðmagnið« 1. bindi, lok 1. kafla, bls. 455). Verksmiðjukerfið sýnir oss »vísinn að uppeldi framtíðarinnar, sem mun tengja skapandi vinnu allra barna, sem náð hafa vissu aldursstigi, við fraiðslu og íþróttir, eigi aðeins sem aðferð til að auka félagsframleiðsl- una, heldur sem einu leiðina tii að skapa alhliða þroskaða menn (sama stað, bls. 449). Á hinum sama sögulega grundvelli rannsakar sosial- ismi Marx vandamál þjóðernis og ríkis, ekki til þess eins að skýra fortíðina, heldur og til að skyggnast ó- skelfdur inn í framtíðina og vinna ötult og djarft að því að gera þessa framtíð að veruleika. Þjóðirnar eru hin óhjákvæmilega afleiðing og mynd hins borgaralega þjóðfélags í mannfélags þróuninni. Og verkalýðurinn getur eigi styrkzt, þroskazt og eflzt, án þess »að koma fram sem þjóð«, án þess að vera »þjóðlegur«, (en þó engan veginn eins og borgararnir skilja það). En auð- valdsþróunin brýtur þjóðarmúrana sífelt meir og meir, eyðir einangrun þjóðanna og setur stéttarmótsetningar í stað þjóðamótsetninga. Um þau auðvaldslönd, sem lengst eru komin, gildir því sá óhrekjanlegi sannleiki, að »verkamaðurinn á ekkert föðurland«, og að »sam-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.