Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 49

Réttur - 01.07.1930, Page 49
Rjettur] MARXISMINN 265 að borgararnir hefðu heldur kosið frið með þrælkun en útlit fyrir stríð, með frelsi. Þegar byltingatímabilinu frá 1848—49 var lokið, varaði Marx við öllum leik með byltingar (Baráttan við Schapper og Willich) og heimtaði, að menn skildu og kynnu að vinna á hinu nýja tímabili, þegar skilyrði nýrra byltinga skapast, svo að segja friðsamlega. i hvaða anda Marx heimtaði, að þetta væri framkvæmt, má sjá á eftirfarandi mati á ástandi Þýzkalands á hinum örgustu afturhaldstím- um árið 1856. »öll málalok í Þýzkalandi (The whole thing in Germany) eru undir því komin, að unt sé að hefja verkalýðsbyltingu í skjóli einhvers nýs bænda- stríðs (»to back the Proletarian Revolution by some second edition of the Peasant’s war) (»Bréfaviðskifti« II. bindi, bls. 108). Meðan að hinni lýðræðissinnuðu, borgaralegu bylting í Þýzkalandi var enn eigi lokið, beindi Marx í baráttuhögun hins sosialistiska verkalýðs allri athygli að vexti og þróun lýðveldisfylgisins með bændum. Hann var þeirrar skoðunár, að Lassalle »sviki í raun og veru verkalýðshreyfinguna í hendur Prúss- um« (Bréfaviðskifti III. bindi, bls. 210), einmitt með því að styðja junkarana og prússnesku þjóðernisstefn- una. Engels skrifar í bréfaviðskiftum við Marx í tilefni af sam- eiginlegri yfirlýsingu, sem þeir höfðu ráðgert að setja skyldi í blöðin. »1 landi, sem aðallega er bændaland, er það svívirða að ráðast aðeins á borgarana í nafni verklýðsins, en minnast hins- vegar engu orði á hina »föðurlegu barsmíð og arðrán það, sem furstaaðallinn beitir öreigalýð sveitanna (»Bréfaviðskifti«, III. bindi, bls. 217)«. Á árunum 1864—70, þegar tímabili fullkonmunar hinnar borgaralegu lýðræðisbyltingar í Þýzkalandi var lokið, þegar prússneskar og austurrískar arðránsstétt- ir háðu hildi um með hverjum hætti byltingin yrði full- komnuð ofan frá, þá hafði Marx eigi aðeins dæmt Las- salle, sem hafði verið að daðra við Bismark, heldur einnig leiðbeint Liebknecht, sem hafði dregizt niður í 18

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.