Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 50

Réttur - 01.07.1930, Page 50
2fífi MARXISMINN [Rjettuv vináttu við Austurríki og varið hreppapólitíkina. Marx heimtaði byltingarsinnaða baráttuhögun, sem barðist jafn miskunarlaust gegn Bismark og vinum Austurrík- is — baráttuhögun, sem eigi felldi sig eftir »sigurveg- aranum«, hinum prússneska junkara, heldur tæki óðar upp að nýju byltingasinnaða baráttu gegn honum og það á þeim grundvelli sem hernaðarlegir sigrar Pi'ússa höfðu skapað (»Bréfaviðskifti« III. bindi, bls. 134, 136, 147, 179, 204, 210, 215, 418, 437, 440—41). í hinu fræga ávarpi Alþjóðasambandsins frá 9. sept. 1870, varaði Marx franska verkalýðinn við að gera uppreisn fyrir tímann. En er uppreisnin samt brauzt út 1871, heilsaði Marx með hrifningu hinni byltingarsinnuðu forgöngu lýðsins. (Bréf frá Marx til Kugelmann). ó- sigur hinna byltingarsinnuðu athafna í þessari aðstöðu, sem og víðar, var frá sjónarmiði þróunarlegu efnis- hyggjunnar (í augum Marxsinna) minniháttar mein i í venjulegum gangi og úrslitum verkalýðsbaráttunnar, minna mein en aísölun á aðstöðu, sem einu sinni var fengin, minna mein heldur en uppgjöf án bardaga. Slík uppgjöf myndi hafa spillt verkalýðnum og eytt baráttugetu hans. Marx, sem kunni fyllilega að meta notkun löglegra baráttutækja á tímabilum pólitískrar kyrrstöðu og að ríkjandi borgaralegum lögum, for- dæmdi á árunum 1877—78, eftir að lögin gegn sosial- istum voru gefin út hin »byltingarsinnuðu vígorð« manna eins og Most, mjög skarplega. En hann snerist eigi síður ákaft, ef ekki miklu ákafar gegn afsláttar- stefnunni, sem þá um stund réð mestu með hinu opin- bera »sosialdemokratíi«, sem ekki sýndi strax næga festu og þrautseigju, byltingaranda og viðbúnað til að svara þessum undantekningarlögum með ólöglegri bar- áttu. (»Bréfaviðskifti« IV. bindi, bls. 397, 404, 422, 424; sjá einnig bréf til Large). Ásgeir B. Magnússon þýddi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.