Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 54

Réttur - 01.07.1930, Side 54
270 ALÞJÓÐASAMHJÁLP VERKALÝÐSINS [Rjettur Barnahæli og mæðrahjálp ASV er heimskunn fyrir löngu og starfsemi þess viðurkend af öllum velunnur- um verkalýðsins. Það er óháð öllum pólitískum flokk- um og tekur því á móti aðstoð og hjálp allra þeirra, sem vilja styrkja það; enda hafa ýmsir ágætismenn, eins og t. d. Friðþjófur Nansen verið ótrauðir starfs- menn þess. í sumar var stofnuð í Reykjavík deild ASV á íslandi. Varla var félagið hlaupið af stokkunum, er því var starf fengið. Verkamenn í síldarolíuverksmiðjunni »Ægir« í Krossanesi voru svikum beittir af stjórnandanum þar. Til þess að rétta hluta sinn var þeim nauðugur einn kostur, að hefja verkfall. ASV deildir voru stofnaðar á ísafirði og Akureyri og söfnun var þegar hafin til hjálpar verkfallsmönn- um. Akureyrardeildin tók aðallega að sér úthlutun hjálparinnar, sem kom í góðar þarfir og hefir vafa- laust átt sinn þátt í sigri verkfallsmanna. Síðan hefir deild verið stofnuð á Siglufirði og verklýðsfélögin á Isafirði hafa sem heild gengið í íslandsdeildina. Ótal verkefni bíða ASV hér á landi. Svo að segja ár- lega verða hér skipskaðar, þar sem fjöldi fátæklinga missir fyrirvinnuna, snjóflóð, eldgos, jarðskjálftar, brunar, jafnvel snöggir hriðarbyljir svifta fólk eignum og húsnæði. Vegna fátæktar og anna foreldranna eru börn verkalýðsins ofui'seld uppeidisleysi götulífsins í bæjunum og fá aldrei tækifæri til þess að njóta gleði og ánægju frjáls lífs utan við dægurþrasið á mölinni. Úr þessu eiga barnahæli ASV að bæta. Hin stórkostlegasta kreppa er sögur fara af, herjar nú heiminn, þ. e. a. s. þann hluta hans, sem ekki hefir svift af sér oki auðvaldsins, og hún er þegar að dynja yfir ísland. Slíkri kreppu hlýtur að fylgja áköf tilraun auðvaldsins, til þess að koma öllu tapinu á bak alþýð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.