Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 61

Réttur - 01.07.1930, Side 61
Rjettur] BROT ÚR IiVÆÐUM 277 Við höfum leitað að ást, sem vonar og trúir — hún hefir svikið okkur. Við höfum leitað að starfinu, sem yngir upp menn- ina og gerir þá styrkari — það hefir hrundið okkur frá sjer. — Hvar er rjettlætið?... Vægt! Við erum hinir sigruðu. Yfir höfðum okkar, í kringum okkur, í hinu geisl- andi sólskini — hljómar og svífur hinn stórfenglegi söngur — ástar og erfiðis. Járnslangan, lestin, fer öskrandi framhjá — í göng- um fjallsins. Hún kallar á iðnaðinn í herlúðri sínum. Hún kallar hendur og hugi til starfa. — Þúsundir manna þrá hver annan, leita ástfangnir hver að öðr- um. Þúsundir kjarkmikilla manna fleygja sjer niður í hinn glóandi bræðsluofn lífsins. Og við... við erum til einskis nýtir!. . Hver hefir varpað okkur á þessa jörð, sem kvelur okkur? Ilver heíir neitað okkur um ástarandvarp ? Hver kúgar okk- ur og fleygir okkur til jarðar? Hvaða hatur hvílir á okkur? Hvaða ókunn hönd hrindir okkur aftur á bak? Hversvegna hrópa hin blindu örlög til okkar: Árangurslaust? — Vægð!... Við erum hinir sigruðu!« VændÁskonan. Vatnið streymdi blint og stjórnlaust á milli háu bakkanna — vatnið streymir og grætur. — Blýgrár himininn hlustar — á hinni eyðilegu hvelfingu er ekk- ert bros. Enginn andvari blæs — á hinni skuggalegu nótt. Vatnið streymir og grætur. í kveinstöfum þess Jheyr- ist bergmál af undarlegu og geigvænu leyndarmáli — úr harmtölum þess berst mannlegt óp — óp örvænting- arfullrar ástar, sem beðið hefir lægri hlut og lent á glapstigmn.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.