Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 62

Réttur - 01.07.1930, Side 62
278 BROT ÚR KVÆÐUM [Rjettur Á skurðborðinu. Heyr þú grannholda lækni, sem með athugulu auga og með villimannslegri áfergju, sker í sundur og kveí- ur nakið hold mitt með köldu og beittu hnífsblaði þínu — veistu hver jeg var? —- Jeg læt mjer á sama standa, þó að saurugur hníl’ur þinn bíti mig — hjerna í þess- ari hræðilegu líkstofu, skal jeg segja þjer frá liðinni æfi minni. Jeg hefi alist upp á steinum þjóðveganna. Jeg hefi aldrei átt heimili nje foreldra. Berfætt, beltislaus, nafnlaus hefi jeg flækst um í rigningu og stormi. Jeg hefi þekt hina kveljandi þreytu, jeg hefi þekt hina duldu eymd. Jeg hefi ferðast á meðal fjandsam- legra manna, á meðal tára og andvarpa. Að síðustu kom svartur fugl með bognum klóm og' breiddi vængi sína yfir mig, þar sem jeg lá á hvítum kodda á spítalanum. Þannig ljet jeg lífið — skilurðu — ein — eins og týndur hundur. — Þannig ljet jeg lífið — án þess að heyra eitt orð — vonar og frelsis. En hvað langa hárið mitt er gljáandi og svart. Án ástarkossa verð jeg graf- in — í kaldri jörðinni. En hvað mjúkur líkami minn er hreinn og hvítur — en hvað hann er grannvaxinn! — Og nú svívirðir þú hann með kossi skurðhnífarins. Grefðu, skerðu, rífðu — óþreytandi og þöguli lækn- ir. Gleðstu yfir innýflum mínum. Þú skalt seðja þig á seldum líkama mínum! Farðu með hníf þinn til hinna innstu tauga, og slít þú hjartað í sundur — leitaðu í því að hinum stórfeng- lega leyndardómi þjáninganna. Veistu að jeg þjáist ennþá af því að liggja þannig allsnakin fyrir augnaráði þínu og með brostnum aug- um mínum horfi jeg á þig — og þú munt ekki gleyma mjer. Því að í hinum síðustu krampateygjum, berst frá

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.