Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 63

Réttur - 01.07.1930, Page 63
Rjettur] BROT ÚR KVÆÐUM 279 vörum mínum hás stuna — stuna þjáninga og böl- bæna!« Hetjumar. Mig dreymir. Fyrir reikandi sjónum mínum ljómar æfintýralegur hópur — hjúpaður rauðri birtu hins al- varlega og hæga sólarlags júnímánaðar. Mögur andlit, brjóst með gapandi sárum — höfuð þakin ryki og þyrnum — augu, sem ljóma af guðlegri ást — líkamar jetnir sundur af innvortis meinum. — Og jeg spyr: »Hverjir eruð þið — ó þið, sem bendið mjer og líðið á undan mjer — sem brosið þögulir og með geislandi andlit — í dýrð sólskinsins?« »Við erum hetjurnar. Við erum hin sorglega fylking full eldmóðs, sem fórnaði dauðanum hinum sterku brjóstum okkar — á orustuvellinum og í víggirðingum — við vopnagný og hrífandi ljóð. Við erum hinar ógæfusömu hetjur hugsunarinnar — við erum sveit hinna tærðu og þreyttu liðsmanna, sem eyðir til einskis lífinu — til þess að leita að hinum hverfula sannleika. Við erum hermenn, píslarvottar, ofurmenni. Hern- aður, fórnir og smán hafa verið hlutskifti okkar. — Járn óvinanna hefir klofið höfuð okkar — og þó höf- um við stunið: Áfram!, þegar við fjellum. Tryltur skríllin nhefir ráðist á okkur. Við höfum sí- felt verið hæddir, svívirtir, kvaldir.... Við erum hetj- urnar«. Og jeg rís á fætur og hrópa: »ó, hversvegna allar þessar stunur og öll þessi eyði- lögðu líf — þessi sorg — þessi þjáning — þessi óend- anlega röð af endalausum harmstöfum? Hversvegna elta með tryltum ákafa — glampa hug-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.