Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 68

Réttur - 01.07.1930, Page 68
284 BYLTINGARHREYFINGIN I KÍNA [Rjettur fyrir miðja öldina, er breska borgarastjettin neyddi Kína til að leyfa innflutning á ópíum frá Indlandi. Að stríðinu loknu fékk Bretland borgina Hongkong til eign- ar og umráða, og auk þess voru 5 borgir opnaðar fyrir versiun Evrópumanna. Þetta var upphaf afskifta heimsauðvaldsins í Kína. Nú rak hvert stórveldið annað, er leitaði landgöngu í Kína. Landið er mjög girnilegt í augum auðvaldsins, því það er auðugt mjög frá náttúrunnar hendi, kol og málmar miklir í jörðu, landið afar-frjósamt og mark- aðurinn því nær ótæmandi, þar eð þjóðin er fjölmenn- asta þjóð heimsins. Á eftir Bretlandi komu Frakkland, Rússland og hið unga stórveldi Austurálfu, Japan. Bæði Rússland og Japan tóku lönd af Kínverjum, en öll hreiðruðu stór- veldin um sig í landinu, þröngvuðu Kínverjum til að láta af hendi við Evrópumenn sjerstök hverfi í öllum stærstu iðnaðar- og verslunarbæjum Kína. í þessum bæjarhlutum ríkir rjettur og lög Evrópumanna, þeir hafa eigin lögreglu o. s. frv. og eru undanþegnir skött- um öllum og skyldum í landinu. Meðfram allri austur- ströndinni hafa stórveldin klófest hafnarborgir og komið sjer upp her- og flotastöðvum. Bretar eiga þar borgina Wei-hai-wei, auk Hongkong, sem áður var nefnd, Frakkar eiga Kwang-t'schou-wan, Portugals- menn eiga Macao, og er það sama og eign Breta, og loks eiga Japanar Port Arthur-Dairen. í borgum þess- um hefir *auðvaldið vakandi auga með öllum hræring- um Kínverja, reiðubúið að kæfa hverja hreyfingu í blóði, ef með þarf. Atvinnulíf alt er í höndum hins erlenda auðvalds. Það hefir bankana, skipasamgöngur, járnbrautir, nám- ur o. s. frv. og jafnvel tekjur ríkisins eru í þess hönd- um, eins og t. d. tollar. Það er því engin furða þó heimsauðvaldið haldi landinu í járnklóm hervalds-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.