Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 70

Réttur - 01.07.1930, Side 70
286 BYLTINGARHREYFINGIN í KÍNA [Rjettur ar — hershöfðingjaklíkanna, sem hafa gengið yfir til imperíalismans og svikið sjálfstæðismál þjóðarinnar á hinn herfilegasta hátt. Kína er ennþá að mestu landbúnaðarland, þar sem framleiðsluhættir ljensveldisins eru ríkjandi. Stórjarð- eignavaldið hefir hnept landbúnaðinn í þá fjötra, að hann er kominn í mestu niðurníðslu, vaxtarbroddur hans er höggvinn af til þess að viðhalda framleiðslu- háttum, sem eru í þann veginn að reka meginþorra þjóðarinnar á vergang. Skattar og álögur á bændum eru svo miklar, að þeir fá ekki risið undir þeim. Allur afraksturinn fer í vasa stórjarðeigenda og auðvaldsins, en bændur flosna upp af jörðum sínum og þeirra bíður ekkert annað en vesæll hungurdauði. Sameinað vald borgarastjettarinnar og stórjarðeigendanna kínversku gerir ekkert til að ljetta byrðar bænda, þvert á móti eykur það álögurnar sí og æ. Þetta heíir orðið til þess, að uppskeran fer hríðminkandi, hungursneyðin geisar í hjeruðum Kína og nú er áætlað að 30 miljónir manna verði hungurdauðanum að bráð. í hvert skifti, sem bændur hafa risið upp til að berja fram kröfur sínar með valdi, hafa hersveitir stjórnarinnar verið kallað- ar til »hjálpar« stórjarðeigöndum, og þær hafa barið uppreisnir bænda niður með blóðugri grimd. Bændur heimta brauð og jörð, en þeim er synjað um hvort- tveggja af hendi hinna innlendu og erlendu arðræn- ingja í Kína. Kjör verkalýðsins í bæjunum eru ekki betri en kjör bænda, þar fer fram hið svívirðilegasta og ómannúð- legasta arðrán, er menn þekkja. Börn og konur eru arðnýtt miskunnarlaust. Engin tryggingarlöggjöf er til, vinnutími og vinnuskilyrði er ekki undir neinu eft- irliti. Atvinnuleysið er voðalegt, nærri því helmingur allra silkiverksmiðja starfar ekki, því að heimskrepp- an hefir lamað mikinn hluta alls iðnaðar í landinu. Upp úr þessu voða-ástandi hefir ný byltingaralda

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.