Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 73

Réttur - 01.07.1930, Page 73
Rjettur] BYLTINGARHREYFINGIN í KÍNA 289 sinni að flestu eða öllu leyti eftir fyrirmælum og álykt- unum kommúnistaflokksins. Á þann hátt komst á skipulagslégt samband milli hinna byltingarsinnuðu kínversku bænda og verkalýðsins í iðnaðarbæjunum. Við þetta er byltingarhreyfing þessi komin á æðra póli- tískt þróunarstig, og ef tekst að efla sambandið milli þessara tveggja byltingarafla í Kína, þá er enginn efi á, að framtíð hinnar endurbornu kínversku byltingar er borgið. Uppreistarhreyfingu bændanna hefir líka fleygt fram með eldhraða, síðan verkalýðnum tókst að ná forræði í henni með hjálp kommúnistaflokksins. Stærri og stærri hjeruð verða gripin af eldi uppreist- arinnar, æ fleiri bændur fylkja sjer undir merki bylt- ingarhreyfingarinnar. Síðustu mánuði ársins 1929 voru þessi hjeruð hertekin af byltingarbændunum: 16 hjeruð í landshlutanum Fukien, af 64 hjeruðum, 40 hjeruð í landshlutanum Kiangsi, af 81, 30 hjeruð í landshlutanum Hupe, af 72, 40 hjeruð í landshlutanum Hunan, af 75, 30 hjeruð í landshlutanum Kwangtung, af 94, og 7 hjeruð í landshlutanum Honan af 89. Hjer- uð þau, er byltingarbændur og verkamenn hafa tekið, hafa alls 60 miljónir íbúa. Þau eru öll í Suður-Kína, eða suðurhluta Mið-Kína. Af þessu má sjá, að þetta er ekki smáræðishreyfing. Hinn litli neisti, sem afturhaldinu tókst ekki að kæfa, er nú orðinn að því báli, sem getur, hvenær sem er, skotið eldibröndum sínum um alt Kína og hervætt hina vinnandi alþýðu á móti öllum kúgurum hins víðlenda ríkis. Og hreyfingin hefir vaxið stöðugt síðan þetta var. I byrjun ágústmánaðar þessa árs tók hinn rauði her bænda og verkamanna borgina Tschangscha í landshlutanum Hunan herskildi. Hertaka þessarar borgar er einn stærsti sigurinn, sem byltingarherinn kínverski hefir unnið á frægðarbraut sinni. Því að með hertöku borgarinnar hefir byltingarhreyfingin náð fót-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.