Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 79

Réttur - 01.07.1930, Page 79
Indland. »Hvar rofnar herlína stórveldanna næst? Aftur mun hún rofna þar sem hún er veikust. Það er ekki ómögulegt að það verði í Indlandi. Hversvegna? Vegna þess, að þar er ung, fram- sækin öreigastjett, sem á vísan stuðning hinnar þjóðlegu frels- ishreyfingar, vegna þess að byltingin þar á við erlenda drotnun- arstefnu að etja, sem hefir tæmt alla siðferðislega. varasjóði og sem öll hin kúgaða og' arðrænda alþýða Indlands hatar«. J. Stalin 1924. Hinni blóði drifnu sögu bresku yfirráðanna í Ind- landi má skifta í þrjú tímabil. Á fyrsta tímabilinu ráku enskir æfintýramenn »verslun« og kaupskap í Indlandi. Það er tímabil hinn-- ar upprunalegu auðsöfnunar. Á þessu tímabili barst árlega offjár til Evrópu frá æfintýra- og Gósenlandinu Indlandi. Það var ekki furða þó skáldin syngju fagur- lega um draumalandið á Gangesarbökkum. En hvernig var svo gullið sótt, til þessa undralands, sem skáldin þráðu að berast til á vængjum farfugl- anna? Árlegir ágóðahlutir Austur-Indverska fjelagsins voru að meðaltali 100—250%. Með öðrum orðum: fyrir 100 sterlingspund keyptu þeir 200—350 pund. Um gang slíkrar verslunar hafa fslendingar nokkura reynslu frá einokunarversluninni dönsku. Þó var ein- okunarverslunin tiltölulega »heiðarleg« borin saman við verslun Englendinga í Indlandi. Milli verslunar og'’ hreinna og beinna rána voru takmörkin mjög óglögg.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.