Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 81

Réttur - 01.07.1930, Side 81
Rjettur] INDLAND 297 Þetta varð til þess, að í Indlandi rís upp borgara- stjett, sem tekur þátt í arðráni verkalýðsins með bresku borgarastjettinni. En þessi borgarastjett er óá- nægð með hlutskifti sitt. Hún verður að hlýta forustu Breta og hirða molana af borðum þeirra. Hún tók að heimta meira frelsi sjer til handa, meiri þátttöku í stjórn landsins, að öllum hindrunum væri rutt úr vegi fyrir frjálsri þróun iðnaðarins í Indlandi. Jafnframt rís upp voldug verklýðshreyfing í öllum iðnaðarbæjum Indlands. Með því að koma upp iðnaði í Indlandi, gróf breska drottnunarstefnan sjálfri sjer gröfina. Það reyndist algerður misskilningur að hægt væri að fara með indverska verkamenn eins og dauða hluti. Þrátt fyrir hungur og klæðleysi hafa þeir haldið út í verkföllum mánuðum saman. Þrátt fyrir öll morð- tól Breta og hinar djöfullegu dýflissur þeirra hafa þeir komið sjer upp sterkum verklýðssamtökum. Fyrir stríðið tók aðeins örlítill hluti indversku þjóð- arinnar þátt í þjóðernishreyfingunni. En eftir stríðið og með rússnesku byltingunni hefst voldug vakning í Indlandi eins og með öðrum undirokuðum þjóðum og stjettum um heim allan. 1919—1922 voru stórar kröfu- göngur, verkföll og skærur milli bresku yfirvaldanna og fólksins daglegt brauð um gjörvalt landið. Nýir for- ingjar rísa upp, sem safna fjöldanum í kring um sig, eigi aðeins borgarastjettinni og mentamönnunum, sem hingað til höfðu einir verið í hreyfingunni, heldur og alþýðunni, verkalýð og fátækum bændum. Slíkur for- ingi var Gandhi. Aðferðir þær, sem Gandhi gerði sig að talsmanni fyrir, voru að neita samvinnu við Breta og óhlýðnast þeim (Non Cooperation og Mass Civil Disobedience etc.). Á þann hátt skyldi vald Breta í Indlandi brotið á bak aftur og sjálfstæði (swaraj) náð. Miljónir af öllum stjettum fylgdu herópi Gandhis. Og undirokuðu stjettirnar fylgdu því miklu rækilegar 20

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.