Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 83

Réttur - 01.07.1930, Page 83
Rjettur] INDLAND 299 lands ekki eftir fullum skilnaði við Breta, heldur eftir svokölluðu sjálfstæði innan breska heimsveldisins (Dominion-Status). Indversk borgarastjett kýs heldur að hirða náðarmolana af borðum bresku drottnanna, en að verða með öllu af arðránshluta sínum. Eftir þessi svik Gandhis tókst Bretum að bæla nið- ur frelsishreyfinguna um hríð. í fjögur ár tókst þeim að halda henni' í fjötrum. En 1928 rís hún aftur upp. Verkalýðurinn tekur að skipuleggja sig í byltingarsinn- uðum verklýðssamböndum. Landið logar í verkföllum. Og í sumar, er heimskreppan tekur að þrengja kosti Breta í Indlandi, nær hún hámarki sínu. Það sem Stalin sagði 1924, er nú að rætast. Þegar fjöldinn rís til baráttu, fer Gandhi aftur á stúfana. Að nýju tekur hann að hvetja til óhlýðni við Breta, og safnar sjálfboðaliðum til að brjóta salteinokun þeirra. Þegar verkamennirnir stöðva hjólin í verksmiðjunum og bændurnir neita að greiða landsdrottnunum leiguna og bresku yfirvöldunum skattana, þá reynir hann að draga athyglina frá þessari baráttu, sem hittir bresku kúgarana í hjartastað, með því að safna fylgismönnum sínum til baráttu um aukaatriði. Bretar tóku Gandhi fastan. Bæði vegna þess, að þeim þótti leikur Gandhis með eldinn ekki með öllu hættu- laus, og eins vegna hins, að trúin á Gandhi var að rjena. Þessari trú vildu þeir viðhalda með því að leika þann skrípaleik fyrir indverskri alþýðu að þeir óttuð- ust þennan bandamann sinn. Gandhi situr í þægilegu stofufangelsi, meðan lífið er kvalið úr foringjum bylt- ingarmannanna í dýflissum Breta í Meerut. Það var laust við að handtaka Gandhis yrði til þess að lægja öldurnar. Um gjörvalt Indland tók alþýðan, verkamenn og bændur að veita kúgun Breta mót- spyrnu. Blóðugir bardagar í Peshawar, Sholapur, Chittagong, Kalcutta og víðar. í hálfan mánuð höfðu uppreisnarmenn Peshawar á valdi sínu, án þess Bretar 20'

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.