Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 95

Réttur - 01.07.1930, Side 95
Rjettur] RITSJÁ 311 lögum hina nauðstöddu, til þess að ekkjurnar verði þeim að her- fangi, og þeir fái fjeflett munaðarleysingjann«. Hann leggur út í baráttuna við yfirstjettina og jafnframt Faríseana, er virðast hafa verið einskonar »kratar« sinnar tíð- ar, hálfvolgir og svikulir alþýðuleiðtogar. Fyrst er kenning hans full af mildi og blíðu. Hann talar um að elska óvini sína og að sælir sjeu friðflytjendur, en smámsaman fer honum að skiljast, eins og' öllum trúum alþýðuieiðtogum á öllum öldum, að eigi kúgun valdhafanna að verða. hrundið, þá gildir engin góðmenska heldur miskunnarlaus barátta upp á líf og' dauða, og' eftir það talca orð hans á sig hörkulegri blæ: »Ætlið ekki að jeg sje kom- inn til að flytja frið á jörð; jeg' er ekki kominn til þess að flytja frið, heldur sverð«. Baráttan harðnar stöðugt milli hans og vald- hafanna, flokkur hans verður stærri og stærri og loks er hann orðinn svo liðsterkur, að byltingai'tilraun er ákveðin. Hann held- ur til höfuðborgarinnar, Jerúsalem, og virðist ná henni fyrir- hafnarlaust á sitt vald. Lýðurinn er á hans bandi og hyllir hann sem konung' sinn. Hann »hreinsar« musterið, þ. e. bannaði þar allar helgiathafnir (guðlöstun var líka aðalákæra prestanna á hendur honum). En svo kemur gloppa á söguna og maður fær ekkert að vita um orsakirnar til þess að hann, þrátt fyrir hina glæsilegu innreið í Jerúsalem, bíður ósigur fyrir yfirstjettinni eftir fáa daga. Sjera Gunnar telur að söguritararnir hafi með vilja felt þarna úr kafla, þegar þurfti að fara að nota Jesú sem trúarbragðahöfund, en bætt aftur inn í klaufalegum ummælum um að Jesú hafi vitað fyrir dauða sinn, til þess að láta alt stemma við friðþægingarkenninguna. Jesú er handtekinn, dæmdur og tekinn af lífi sem byltingar- maður. Flokkur hans tvístrast, byltingin mistekst. Þetta er, í fáum dráttum, harmsagan um byltingarmanninn, verkalýðsforing'jann, Jesú frá Nazaret. En hryggilegasti þáttur- inn í sögu hans hefst þó ekki fyr en hann er dáinn; þegar hann er gerður að trúarbragðahöfundi og verður smámsaman verk- færi í höndum þeirrar sjettar, er hann hataði og barðist gegn, — verkfæri til þess að halda kúguðum lýð í þrælslegri auðmýkt. 1 19 aldir hefur minning Jesú frá Naaaret verið svívirt í sjer- hverri kristinni kirkju. Verklýðsforinginn, byltingarmaðurinn, bolschevikkinn, Jesú frá Nazaret, verður guð yfirstjettanna, arðræningjanna! Er hæg't að hugsa sjer meiri harmsögu, ömurlegri örlög'? Sjera Gunnar á miklar þakkir fyrir að hafa varpað nýju ljósi yfir þessa gömlu sögu. Sem betur fer eru trúarbrögðin sem óðast að missa tökin á fólkinu. — Þetta vita líka kirkjuhöfðingj-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.