Réttur - 01.05.1932, Síða 6
ings, en sveikst um að gera það, þótt kommúnistar á
Alþýðusambandsþinginu 1928 vildu gera það að einu
aðalskilyrðinu fyrir stuðningi eða hlutleysi við Fram-
sóknarstjórnina. Hræsnararnir kusu heldur að útvega
sjálfum sér vellaunaðar stöður en hinum fátækustu per-
sónufrelsi og mannréttindi.
Við brennimerkjum alla þá, sem vinna að viðhaldi
„þrælahaldsins" — mannréttindaránsins og sveitaflutn-
inganna — sem mannníðinga, er verðskulda réttláta
reiði allra vinnandi stétta og mannvina hvar sem er.
Við stefnum þessum mönnum fyrir dómstól öreig-
anna sjálfra — og það skulu þeir herrar vita, að þótt
bið verði á, að dómurinn verði felldur, þá kemur þó
að skuldadögunum síðar.
Því að það skulu höfðingjar Islands og þrælahaldarar
1932 vita, að fyrst þeir koma á og viðhalda þrælahaldi,
þá hlýtur óhjákvæmilega að fylgja því þrælastríð, heil-
ög vægðarlaus barátta fyrir frelsi og réttindum þeirra,
sem mest eru kúgaðir og rændir. Meðan örfáir munir ör-
eigans og kona hans og börn ekki eru óhult fyrir árás
og ofbeldi varðliunda þrælahaldaranna, — þá skal heldur
ekki þessum höfðingjum friður búinn.
Kommúnistaflokkur íslands hefir tekið upp barátt-
una fyrir þessu máli, og undir forustu hans mun al-
þýða íslands knýja það fram til sigurs. Flokkurinn tek-
ur þar með ekki aðeins á sig forustuna í brýnustu hags-
munabaráttu þeirra, sem sárast og mest verða fyrir
barðinu á yfirráðum auðvaldsins. Kommúnistaflokk-
urinn gerist þar með einnig arftaki hinna göfgustu
hugsjóna, sem mannkynið hefir skapað sér, — samúðar-
innar með smælingjunum, réttlætisins einmitt gagnvart
þeim hrjáðu og smáðu meðal mannanna.
Og hann kærir sig ekki hót, þótt Morgunblaðið og
Vísir, málgögn guðsmanna íhaldsins, stimpli hann sem
guðníðing eins og Farísearnir Jesú frá Nazaret, eða
afturhaldsseggirnir um 1900 Þorstein Erlingsson. Og
Kommúnistaflokkurinn hirðir ekki um óp liðhlaupanna
70