Réttur - 01.05.1932, Side 7
í krataherbúðunum, sem stimpla hann nú sem „brjál-
.aðan“ flokk, — þegar „skynsemi“ þeirra birtist í því
að viðhalda öllum svívirðingum íhaldsins.
En Kommúnistaflokkurinn snýr máli sínu til allrar
alþýðu, til allra þeirra, sem starfa og strita, með hönd-
um og heila, til allra þeirra, sem unna hinum undirok-
uðu, til allra þeirra, sem hata ranglæti og kúgun, og
.skorar á þá, að fylkja sér saman, láta hart mæta hörðu,
uð hindra alla sveitaflutninga aS fátæklingum nauJSug-
um meS valdi, og herða jafnframt baráttuna gegn þræla-
lögunum um mannréttindamissi og sveitaflutninga,
þannig að bæir og ríki verði undan að láta. Heróp allra
þeirra, sem afmá vilja svívirðingarblettinn í íslenzkri
löggjöf, verður aS vera:
Burt meS sveitaflutningana!
Engan mannréttindamissi!
Fullkomnar atvinnuleysistryggingar!
G. BUJOR
Efiip Henry Barbusse.
Mér er kunnugt um það, sem fram fer í hinum rúm-
ensku fangelsum, þessum lifandi manna gröfum, því
að eg tók mér ferð á hendur til Rúmeníu, til þess að
kynnast þeim. Eg hefi átt samtöl við fanga, fengið bréf
frá þeim og verið samvistum við fólk, bæði í Rúmeníu
og annars staðar, sem hlaupið hafði brott frá hinum
djöfullegu fangelsum í Doftana, Jilava, Vacaresti og
víðar. Pólitískir fangar, sem grunaðir eru um komm-
unistiskt hugarfar, eru þar kvaldir til dauða, hægt og
að yfirlögðu ráði. ■
Ótal staðreyndir, sem eg hefi fært óyggjandi sönn-
ur á, leita fram í pennann. En að þessu sinni læt eg mér
nægja að rekja eina af hinum mörgu örlagasögum.
71