Réttur - 01.05.1932, Page 8
G. Bujor var rúmenskur málafærslumaður, sem dró-
enga dul á samúð sína með Sovét-Rússlandi. Hann hafði
verið skrifari Rakovskys; það var talið honum til stór-
glæpa. Hann hafði lagst á móti innlimun Bessarabíu,,
sem líta ber á sem svívirðilegan ránsskap og óskamm-
feilið brot á sjálfstæðisrétti þjóðanna.
I sex ár hefir Bujor verið í fangelsinu í Doftana. I
sex ár hefir hann legið í þungum hlekkjum í þröngum
klefa, þar sem ekkert er inni annað en mjór trébekkur,
sem hann er fjötraður við. Járnkeðjurnar varna hon-
um sérhverrar hreyfingar, svo að það er rétt að hann
getur náð í litla kollu, sem hjá honum stendur. Þetta
er allur húsbúnaðurinn þarna í klefanum, sem hann
hefir ekki komið út fyrir í sjötíu og fjóra mánuði.
Honum var varnað alls sambands við umheiminn, og
enginn má heimsækja hann. Síðan dómur hans féll,
hefir hann ekki séð mannlegt andlit, enga mannsrödd
heyrt, og honum er bannað að lesa eða skrifa. En jafn-
vel þótt honum væri það heimilt, þá væri slíkt samt ó-
gerningur þarna í dimmum klefanum. Það er aðeins
dauf skíma, sem fellur inn um þröngar járngrindurnar.
Einu sinni á sólarhring rétta þeir Bujor daunillt súpu-
gutl gegn um gat á járnhurðinni. Handleggur fanga-
varðarins, sem réttur er inn um þetta þrönga op, er
naumast sýnilegur í dimmunni.
í fyrstu reyndi fanginn, knúinn af hinni öflugu þrá.
mannsins til þess að heyra rödd annars manns, að ná.
tali af verðinum. Það var til einskis. Stjórnin hafði
skipað svo fyrir, að enginn mætti tala orð við Bujor.
Sérhver tilraun var árangurslaus, sem miðaði að því
að milda hina hræðilegu kvöl, sem gerir lifandi mann
að líki og dregur hann kvikan ofan í jörðina. Rúmenska
stjórnin synjaði jafnvel um hinar minnstu ívilnanir
hvað eftir annað. Þrátt fyrir öll tilboð Ráðstjórnar-
ríkjanna, fékkst hún aldrei til þess að láta Bujor laus-
an í skiptum fyrir aðra fanga.
En samt tókst það eitt sinn að tala við hann og ná.
72