Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 13

Réttur - 01.05.1932, Page 13
hendur morðingjunum. 1 Þýzkalandi vaða vopnaðir fasistaflokkar uppi, sitja fyrir stéttvísum verkamönn- um og meiða þá eða myrða, án þess að aðgerðir dóm- stólanna gegn þessu séu fólgnar í öðru en máiamynda- káki. Alls staðar herðir nú borgarastéttin ofsóknir sínar á hendur verkalýðnum, og þó sérstaklega hinum stéttvísa hluta hans, því að þaðan stafar henni aðal- hættan á þessum tímum, þegar komið er í tvísýnu um þjóðfélagsvöld hennar og öll yfirráð í framt.ðmni. Fasisminn, svartliðastefnan, er örþrifaráð auðvaldsins til þess að halda í völdin og berja niður öfl hins nýja tíma, byltingahreyfingu verkalýðsins. Stefna þessi dregur nafn af einvalds- og harðstjórnarstefnu þeirri, sem kom upp í Ítalíu eftir stríðsárin, þar sem Musso- lini tók sér einveldi í umboði ítölsku borgarastéttarinn- ar og hefir síðan ríkt með blóðugu hervaldi og grimmd- arstjórn. Fasisminn er ekki annað en ógrímuklætt al- ræði auðvaldsins, þar sem hið grímuklædda alræði, borgaralega „lýðræðið“ svonefnda, reynist ekki lengur nógu öflugt stjórnarfyrirkomulag, þar sem frelsis- hreyfing undirstéttanna er orðin svo mögnuð, að blekkingastarfsemi sósíaldemokratisku forkólfanna reynist ekki lengur einhlít til þess að kæfa hana eða þagga niður. Fasismi hlýtur allt af að vera stjórnar- fyrirkomulag dauðvona auðvaldsskipulags, þegar þró- uninni er svo langt komið, að borgarastéttin er farin að missa hin andlegu yfirráð yfir m'klum hluta undir- stéttanna, þegar kirkja, skólar, bækur og blaðakost- ur hennar, aðal-grundvöllur hinna andlegu yfirráða, eru hætt að geta leyst að fullu þetta hlutverk s'tt, og grípa verður til óhjúpaðrar kúgunar og ofsókna, and- legra og líkamlegra, í ennþá stærra stíl en áður. Árið 1930—’31 voru t. d. 93 verkamenn myrtir í Þýzkalandi af fasistum og lögreglu í sameiningu. Rauða samhjálpin setur sér það hlutverk, að veita öllum, sem verða fyrir slíkum ofsóknum, pólitíska, efnalega og andlega aðstoð. Hún styrkir fjárhagslega 77

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.