Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 14

Réttur - 01.05.1932, Page 14
fjölskyldur, sem rændar hafa verið fyrirvinnu sinni þannig, að fjölskyldufaðirinn eða foreldrarnir hafa verið settir í fangelsi eða myrtir. Hún hjálpar póli- tískum föngum með fjárstyrkjum og öðru, með því að útvega þeim bækur og blöð í fangelsin, með því að halda uppi sambandi milli þeirra sjálfra og félaga þeirra og ættingja, og ekki sízt með því, að sjá þeim fyrir lögfræðilegri aðstoð og vörn fyrir stéttardóm- stólunum. Rauða samhjálpin flettir miskunnarlaust ofan af réttarfarshneykslum, sér um það að kynna þau alþjóð manna og skapa þannig samúð og samhyggju allra hinna kúguðu stétta. Henni hefir oft tekizt að koma svo voldugu róti á almenningsálitið um allan heim, að valdhafarnir hafa ekki séð sér annað fært, en að hætta við fyrirhugað dómsmorð saklausra manna eða önnur hermdarverk. Það má t. d. óefað þakka rauðu sam- hjálpinni það, að enn er ekki búið að lífláta negra- drengina frá Scottsboro í Bandaríkjunum, sem dæmd- ir hafa verið til dauða í rafmagnsstólnum, enda þótt sannazt hafi að þeir eru alsaklausir. Hingað til Islands eru angar fasismans að byrja að teygja sig. Islenzka auðvaldið er mjög hnigið á efri ár, ekki síður en annars staðar, og á í vök að verjast gegn vaknandi stéttarvitund verkalýðsins. Það má þegar benda á ýms dæmi, sem sýna þetta ljóslega, t, d. það, er lögreglan er látin berja verka- menn í höfuðið með trékylfum, sem eru hrein og bein morðvopn, eins og átti sér stað á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík í sumar. Stéttvísum verkamönnum og kommúnistum hefir verið varpað í fangelsi upp á vatn og brauð fyrir það eitt að krefjast atvinnubóta til handa sveltandi atvinnuleysingjum, og margt fleira mætti telja. Og ekki ber að efa það, að þegar enn frekar tekur að sverfa að, þá muni auðvaldið herða til muna á ofsóknum sínum. En verkalýðurinn mun þó einnig búast til varnar. Hann mun ekki láta leiða sig 78

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.