Réttur - 01.05.1932, Qupperneq 15
eins og lömb til slátrunar, heldur hefja þrotlausa bar-
áttu ;gegn kúgurunum, unz yfir líkur. Eitt skæðasta
vopn íslenzka verkalýðsins í þessari baráttu getur
Rauða samhjálpin orðið, og verður þá vonandi ekki
langt að bíða þangað til deild hennar verður stofnuð
hér á landi.
SENDIFflR VERKAMANNA
TIL SOVÉTRÍKJANNA
Frá því byltingin varð í Rússlandi 1917 hefir sí-
fellt verið mikill áhugi meðal alþýðu á Islandi fyrir
því, sem þar gerðist. Byltingaraldan, sem þá skapað-
ist í Evrópu, hafði óafmáanleg áhrif á íslenzku verk-
lýðshreyfinguna og skapaði þá sterku samúð, sem ís-
lenzkur verkalýður síðan hefir haft með hetjubaráttu
rússneska verkalýðsins. Síðan fimm ára áætlunin var
hafin 1928 hefir áhuginn margfaldast hér sem í öðr-
um löndum og ekki hvað síst hefir hin volduga sam-
yrkjuhreyfing smá- og millibænda vakið aðdáun fá-
tækra bænda á Islandi.
Það fór því snemma að bera á því, að alþýðan ís-
lenzka vildi kynnast sköpun sósialismans í reyndinni,
sjá hann með eigin augum rísa af rústum auðvalds-
ins. En' fjarlægðirnar og kostnaðurinn við ferðirnar
hömluðu lengi vel slíkum ferðum.
Fyrsta sendinefnd, er Islendingar tóku þátt í til
Rússlands, auk auðvitað kommúnistiskra sendifara á
heimsþingin, var stúdentasendinefndin norræna 1928.
Voru í henni af íslenzkum menntamönnum þeir Da-
víð Stefánsson skáld og Jakob Gíslason verkfræðing-
ur. Flutti Davíð eftir ferðina ágæta fyrirlestra um
Sovétríkin og birti í ljóðabók sinni, kvæðin ,,Gamli
presturinn" og ,,Vodka“, er skapast höfðu í ferð-
79