Réttur


Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 19

Réttur - 01.05.1932, Blaðsíða 19
stöð, og hinn mikla Volga-Don-skurð, sem á að verða 100 km. á lengd og kosta 175 milj. rúbla. Síðan var haldið til borgarinnar Rostov, sem fræg er m. a. fyrir tóbaksframleiðslu sína. Skoðaði nefndin þar tóbaksverksmiðjuna „Rosa Luxemburg“. Framleiddi hún 1913 16 milj. vindlinga á dag, með 5.000 verkamönnum, en nú framleiðir hún 48 milj., með 3.200 vkm. En vinnu- tíminn er samt aðeins 7 tímar og launin margfalt betri. Meira en helmingur af starfsmönnum verksmiðjunnar eru konur. Nefndin skoðaði ennfremur landbúnaðarvélaverk- smiðjuna ,,Selmastroj“, sem reist var 1927—’30, og kostaði 77 milj. rúbla. Eru þar 18.000 verkamenn. Al- gengasti launataxti 230—280 rúblur á mánuði. Dáðist nefndin sérstaklega að hinum miklu og góðu varúðar- ráðstöfunum í verksmiðjunni, er hindra slys. 24. okt. var nefndin á fundi með fylkisstjóra Norður- Kaukasus og fékk frá honum margskonar upplýsingar um vöxt framleiðslunnar og kjör verkalýðsins þar. — Daginn eftir var haldið af stað suður í Kaukasus, og dáðist nefndin mjög að hinu dásamlega útsýni er opn- aðist, þegar Kaukasus-fjallgarðurinn blasti við. — Var haldið til Kislovodsk, frægs sumardvalarstaðar, sem einkum er kunnur fyrir hinar heilnæmu Narsan-lindir. 31 hressingarhæli er í borginni, og fer skýrslan mjög lof- samlegum orðum um útbúnað þeirra. Þar næst var haldið til Sjeljesnovodsk, sem einnig er sumardvalar- staður verkamanna. Meðal annars sem nefndin kynnt- ist þar, var eftirfarandi æfisaga, sem alþýðumaður sagði henni. Birtist sá kafli skýrslunnar, er frá henni segir, sem heild hér: „I Sjeljesnovodsk hittum við mann nokkurn, semsagði okkur æfisögu sína. Af því að hún er dálítið sérstök og lærdómsrík fyrir fjöldann, ætlum við að birta hana hér, eins og hann sagði hana: „Eg er fæddur einhvers staðar úti á sléttunni; hefi aldrei þekkt föður eða móður. Eg man fyrst eftir mér, er eg var að ganga á milli bændanna, og sníkja brauð; 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.