Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 23

Réttur - 01.05.1932, Side 23
aldrei á meðan þeir endast, en endingartími þeirra er venjulegast um 20 ár. Það er tilkomumikil sjón að sjá yfir háofnahéraðið að næturlagi“. 2. nóv. kom nefndin til Moskva. Skoðaði nefndin þar sögunarverksmiðju, heimsótti „Pravda", aðalblað rúss- neska kommúnistaflokksins, sá betrunarhús, skoðaði byltingasafnið og ýmislegt fleira. Ef til vill fær „Rétt- ur“ leyfi og tækifæri til að birta síðar hlutann úr nefnd- arskýrslunni um betrunarhúsin, sem er mjög merki- legur. 5. nóv. sat nefndin ásamt ýmsum öðrum verkamanna- sendinefndum fund og veizlu í „hinni risavöxnu fornu krýningarhöll í Kreml“ með ýmsum gömlu Bolsévik- unum. Forseti ráðstjórnarríkjanna, Kalinin, talaði þar auk ýmissa annara. Svo segir skýrslan: „Margir sendinefndarmenn töluðu og létu í ljósi álit sitt á því, sem þeir höfðu séð á ferðum sínum um land- ið og voru allir sammála um að sú víðtæka uppbygging, sem ætti sér stað í Rússlandi, ætti hvergi sinn líka í hinum kapitalistiska heimi“. — Eftir fundinn nutu svo verkamenn hinna ýmsu landa kvöldverðar í fyrri mat- sölum keisarans. 7. og 8. nóv. voru hátíðahöldin í tilefni af 14 ára af- mæli byltingarinnar. Voru nefndarmenn hrifnir mjög af hinum voldugu hersýningum, af skrúðgöngum vopn- aðra verkamanna og hinum geysimiklu kröfugöngum verkalýðsins í Moskva. Næstu dagana var svo skoðað flest, sem nefndin ósk- aði að sjá. 9. nóv. var haldið til LeningracL og var þar margt að sjá í hinum forna arni byltingarinnar. Segir skýrslan einkum frá Vetrarhöllinni, hinu fræga málverkasafni, og Péturs-virkinu. Eru lýsingarnar á dýflissu þessari ægilegar. Endar frásögnin svo: „Nú er fangelsi þetta safn, en nokkur hluti þess er notaður fyrir peningasláttu ríkisins. Úti í garðinum stendur hið forna gálgatré, sem minnisvarði yfir hinni hræðilegu sögu, sem hér hefir verið skrifuð með blóði margra þúsunda varnarlausra verkamanna“. 87

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.