Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 24

Réttur - 01.05.1932, Page 24
Enn fremur birtast hér lýsingar ritara nefndarinn- ar á sovétbúi einu er þau sáu og Putilov-verksmiðjun- um frægu. „Hinn 17. nóv. brugðum við okkur í bíl út fyrir borg- ina til að skoða sóvétbú, sem tilheyrir Leningrad. Á búgarðinum eru yfir 800 kýr, fyrir 3 árum var það stofnað með 60 kúm. Kúabúið er eftir nýtízku fyrir- mynd að öðru leyti en því, að eigi eru notaðar vélar til að mjólka, sú aðferð er þó algeng í Rússlandi. Hjá framkvæmdastjóranum fengum við margar og góðar upplýsingar um rekstur búsins. Þrátt fyrir það, að mjölmatur er ekki notaður til fóðurbætis, heldur ein- ungis næpur og annað grænmeti, hefir mjólkin mjög mikið fitumagn; að meðaltali 3,8. Strax eftir að mjólk- að hefir verið, er mjólkin hreinsuð í vélum og síðan sett í kæliklefa, þar er hún geymd, þangað til hún er send á markaðinn í Leningrad. Okkur var veitt mjólk að drekka, eins og við vildum. Búið hefir sitt eigið verkstæði, þar sem gert er við vélar og áhöld. Nokkrir menn yoru þar að vinnu. Sum- ir voru að smíða hestajárn o. þ. 1. Vegna þess, að kýrn- ur þurfa all nákvæma hirðingu, vinnur fólkið að nokkru leyti í vöktum. Við heimsóttum nokkurn hluta þess, sem frí átti. í skóla einum bjuggu margar ungar stúlkur saman. Þær tóku okkur mjög alúðlega, enda þótt við röskuðum hvíld þeirra. Formaðurinn sagði, svo þær heyrðu, að hann gæti engan hemil haft á þessum börn- um síðan í sumar, að nokkrir ungir menn hefðu unnið á búgarðinum, og um leið benti hann okkur á margar myndir á veggjunum af ungum mönnum úr „Rauða hernum“. Slík bú sem þetta eru víða í nágrenni borg- anna, með það fyrir augum að sjá borgarbúum fyrir nægilegri mjólk. Að kvöldi hins sama dags var okkur boðið á leiksýningu í menningarhúsi einu í borginni, sýningin var úr lífi verkamanna í Kína. Leiksalurinn rúmar 21/2 þús. áhorfendur. Pútílovverksmiðjumar. Verksmiðjur þessar eru frægar orðnar, sem einhver hin elstu iðjuver Rússlands. Héðan voru flestir þeirra mörgu verkamanna, sem drepnir voru á Uritskij-torgi, sunnudaginn 22. jan. 1905. Hér var Kalinin, núver- andi forseti Ráðstjórnarríkjanna og stendur rennibekk- 88

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.