Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 27

Réttur - 01.05.1932, Síða 27
artekjurnar vaxa að sama skapi, síðan 1921 hafa þær fimmfaldast og eru nú 1931, 49 miljarðar rúbla. Sam- yrkjuhreyfingin hefir vaxið svo hratt, að nú eru um 70% allra bænda í samvinnubúum og yrkja þeir 90% af öilum sáðfletinum. — Hið mikla böl auðvaldsskipu- lagsins, atvinnuleysið, er nú með öllu upprætt, og á þessu ári hefir iðnaðurinn aukið mannafla sinn um tvær miljónir. Hrátt fyrir það nægir það ekki hinni sívaxandi eftirspurn eftir vinnuafli. Á íslandi er vinnudagurinn 9—16 stundir og jafnvel ótakmarkaður, en hjá ykkur aðeins 7—8 stundir. Þið hafið fimmta hvern dag frían, en við sjöunda hvern, er það þó eins algengt, að atvinnurekendur svifti okkur einpig þeirri hvíld. Rússneski verkalýðurinn hefir 2—6 vikna sumarfrí með fullum launum og auk þess ókeypis dvöl á hvíldar- heimilum og baðstöðum og báðar ferðir fríar. Auk þess hefir hann fullkomnar sjúkra-, elli- og slysatrygg- ingar, sér að kostnaðarlausu. Verkamenn, sem verða fyrir slysum eða veikindum, halda fullum launum auk þess sem þeir fá ókeypis lyf og læknishjálp í sjúkra- húsi. Á íslandi eru tryggingar sumpart engar eða sára- litlar. Sumarfrí fær aðeins lítill hluti verkalýðsins, enda er það sjaldgæft að nokkur hafi efni á að veita §ér slíkt. Konan í Sovétlýðveldunum fær sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmenn, og vinnur hún oftast aðeins 6 stundir á dag. Auk þess hefir hún frí 2 mánuði fyrir og 2 mánuði eftir barnsburð með fullum launum. Til þess að gera henni kleift að taka þátt í framleiðsl- unni jafnt karlmönnum, eru byggð stórfengleg al- menningseldhús, þar sem verkalýðurinn getur fengið ódýran, Ijúffengan og næringarmikinn mat. Þar eru og einnig byggðir barnagarðar og dagheimili fyrir börn verkakvenna. Þannig eru konunni fengin skilyrði til þess loks að verða alfrjáls. Sendinefndin hefir jafnan á ferð sinni etið í mat- skálum verkalýðsins, skoðað bústaði hans og kynnt sér vöruverð, og getur því hrakið að fullu hinar svívirði- legu lygar borgarablaðanna um lífskjör verkalýðsins í Sovétríkjunum. Við fullyrðum að lífskjör séu mörg- um sinnum betri en þekkist meðal íslenzkrar alþýðu. I Sovétríkjunum er framleiðslan bundin föstu skipu- lagi. Hin risavaxna fimmáraáætlun, sem borgararnir 91

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.