Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 33

Réttur - 01.05.1932, Page 33
urhaldssöm nú. Hún barðist áður fyrir frelsi sínu, en kúgar nú aðra, hún unni áður þjóðfrelsi íslands, en fjötrar það nú gullnum böndum Bretans og deilir inn- byrðis um skiftingu ránsauðsins, sem íslenzk alþýða er pínd til að láta henni í té. Þá er líka sú stund komin, að borgarastéttin byrj- ar að brenna það, sem hún áður tilbað, og tilbiðja það, sem hún áður brenndi. f stað „Þyrna“ skipar nú „Bjarmi" öndvegið. í stað skilnaðar ríkis og kirkju, er útvarp ríkisins ofurselt afturhaldsklerkum til útbreiðslu vanþekkingar. í stað þjóðfrelsisbaráttu, er erlendur konungur tignaður. í stað baráttu fyrir mannréttindum, er nú sveitaflutningum fjölgað. f ,stað aukinnar menningar, er skólagjöldum skellt á fátæklinga. Á öllum sviðum svíkur borgarastéttin þær hugsjónir, sem forvígismenn hennar eitt sinn beittu sér fyrir. Bókmenntir hennar verða eftir því. í stað „Þjóð- viljans“ kemur „Morgunblaðið". í stað „Verðandi" •og annarra brautryðjendarita, tekur við ,,Fálkinn“ með endurprentunum útlendra reifara. í stað Gests Pálssopar tekur við Jón Björnsson. En hörmulegust verður myndin þó, þegar öll andleg hnignun borg- arastéttarinnar birtist jafn „symbolskt“ í einum og sama manni, eins og t. d. Guðmundi Friðjónssyni, sem sekkur frá tindi alþýðuhetjuljóða eins og „Ekkj- an við ána“, niður í væmið höfðingjalof um „Korpúlfs- staði“, og eyðir síðasta hluta æfi sinnar í það, að „að gráta burt á efri árum æsku sinnar frjálsu spor“, og níðir nú niður allt, sem hann áður unni og skáld- aði hjartfólgnast um. — — — Margir munu hafa örvænt um framtíð íslenzks sagnaskáldskapar út af þeirri ógurlegu deyfð og andlega vesaldómi, sem yfir hana var kominn, með- an afturhaldssöm borgarastéttin ein sömul setti mark sitt á hana, gaf honum hugsanir og form. En í and- 97

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.