Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 39

Réttur - 01.05.1932, Síða 39
'1 essinu sínu, fullu samræmi milli stíls og efnis, sem honum oftar gengur erfiðar að samræma í íslenzku umhverfi. Sögusafn hans ,,í fáum dráttum", útgefið í Berlín 1930, mun síðarmeir talið marka tímamót í smásagnalist íslenzkra bókmennta. Strax nafnið gef- ur til kynna sérkenni frásagnarlistarinnar. — En það er alveg eftir borgarastétt Islands og svo kölluðum menntamönnum hennar, að dásama stíl-list Islend- ingasagnanna, en steinþegja Halldór Stefánsson svo rækilega í hel, að ekki sé einu sinni á bók hans minnst í blöðunum. En þótt Halldór nú þegar hafi sýnt svo fullkomna stíl-list í skáldskap sínum, og sé nú þegar búinn að skapa sér það form, er tvímælalaust mun sérkenna sögur hans héðan í frá, þá er öðru að gegna með efn- isvalið. Þar er hann sífellt að breytast og þroskast. Fyrsta sögusafn hans ,,í fáum dráttum" bera sög- urnar hvað efni snertir enn þá mjög mikinn keim þeirra höfunda íslenzkra og erlendra, sem hann að- allega mun hafa lært af. Hæðnin, hið bitra vopn, arf- urinn frá Gesti Pálssyni og Kielland, setur mark sitt á sögör hans og ,,Hjálp“. I öðru situr í fyrirrúmi löngun listamannsins til að lýsa hinu sérkennilega við íslenzka náttúru og mark það, er hún setur á mennina, sem landið byggja. Er víða meistaralega sett saman lýsingin á náttúrunni og mönnunum, hinu þróttmikla og villta, eins og í ,,Rún“, hinu dularfulla og drungakennda, eins og í „Valvan“, og ágætlega tekst honum að vefja „symbolik“ (táknmyndir) inn í hina realistisku lífslýsingu, „Hreinarnir“. Það er á öllu auðséð, að hér er listamaður að verki, sem hefði fullt vald á ,,romantiskum“ smásagnaskáldskap, nær æf- intýrablænum á ýmsum beztu sögum þeirrar tegund- ar furðu vel, — en nútíminn og hið drottnandi afl hans, stéttabarátta verkalýðsins, dregur hann til sín, .seyðandi fyrir þann sanna listamann, sem lætur sér -ekki nægja að skapa listaverk á sama sviði og þau, sem 103

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.