Réttur - 01.05.1932, Qupperneq 44
En starfandi bræður, nú ber að sama grunni.
Eru betri hin innlendu þrældóms bönd“.
Og jafnframt reynir hann að vekja samúðina með
starfandi bræðrum sínum:
„Dæmið ekki, veikar verur,
vanmátt þeirra, er undir stynja
þunga lífsins, sárum sveita,
og sjá hvar allar borgir hrynja.
Kallið fátækt ekki að eins
einstaklingsins framtaksleysi;
verjið þá, sem blindir berjast
böls við harma í lágu hreysi“.
Og að sama skapi bærist hatrið til auðmannanna, svo
sem í kvæðinu „Smá sál“:
„Hann fæddist sem aðrir
fátækur, nakinn,
en snemma var kænskan
og kaupmennskan vakin.
Hann lifði á fjöldans
fátækt og neyð,
hann auðgaðist stórum,
og ævin leið“.------
Hann hvetur líka til baráttu, samt full vonlaus sjálf-
ur, — svo sem í „Sama sagan---------“:
„Auðvaldið reynir
af römmu afli,
að ráða leikum
á lífsins tafli.
Þá sultur magnast
og máttur þver,
sameinast fjöldinn
og fylkir sér.
Ei þolum lengur
hin þungu spor,
vér höfum réttinn,
öll ráð til vor.
[Unz vígið féll
108