Réttur - 01.05.1932, Qupperneq 48
heildina, sem lifir og berst, unz hún sigrar og nýtur
síðan ávaxta sigursins.
En því á íslenzka verklýðshreyfingin enga hetjusögu
enn? —
Er það nauðsynlegt, að verkalýður þessa lands þurfi
að ganga gegnum byltingar og blóðsúthellingar áður en
hetjusaga hans getur skapast hjá skáldum hans.
Nei. Danski verkalýðurinn eignaðist einn „Pelle Ero-
breren“, rússneski verkalýðurinn meistaraverk Gorkis,
„Móðurina", og ameríski verkalýðurinn „Jimmie Higg-
ins“ áður en byltingar brutust út hjá þeim. Byltingar
þarf ekki til að skapa hetjuskap í verkalýðshreyfing-
unni, hún þarf sjálf að sýna slíka fórnfýsi, hetjudáð og
sósíalistiska hugsjónaást, svo að hún gefi þar með skáld-
unum kraft til að skapa henni sínar hetjusögur. Hún
þarf að eiga og upplifa sína „hetjuöld“.
Slíka hetjuöld átti þýzki flokkurinn meðan á útlegð
og ofsóknum stóð fram til 1890, danski flokkurinn á
tímum „Fælledparkslagsins" og rússneski Bolsévikka-
flokkurinn alla sína æfi. Sósíalistiskar bókmenntir þess-
ara landa sýna ávöxtinn.
En íslenzki „sósíalisminn“ hlaut þau hryggilegu ör-
lög að fæðast hjá flokk, sem sveik hann, áður en hann
.gat náð tökum á verklýðshreyfingunni, sem drógst með
hann f jötraðan á ríkisrekstrarklafann, sem falsaði hann
sem borgaralega umbótastefnu og vanrækti vísvitandi
a,ð útbreiða minnstu fræðslu um hann hjá verkalýðn-
um,* svo honum yrði auðveldara að sverja hann ger-
samlega af sér eins og Alþýðuflokkurinn gerði 1930.
Hetjuskapur sósíalistiskrar frelsishreyfingar skapast
ekki við makkið í þingsölunum og kaupsýsluna í bæj-
arstjórnunum. Það er einmitt afsláttar- og bræðings-
* Alþýðuflokkurinn hefir ekki gefið út eitt einasta
rit eftir Marx eða Engels, en kastað fé í „Landsverzlun“
eftir Héðinn Valdimarsson, og rugl eftir enska borgara-
sósíalista.
112