Réttur - 01.05.1932, Qupperneq 53
Og verið vissir um, að íslenzk alþýða mun fylgja
hverju spori ykkar á þeirri leið áfram með áhuga og
ást, eins og samherjum sæmir.
E. O.
BARÁTTA SJÚMANNA
OG HAFNARVERKAMANNA.
I.
Hin vaxandi heimskreppa hefir haft stórkostlega aft-
urför í för með sér fyrir siglingar auðvaldslandanna.
Um 15 miljónir tonna af skipum liggja ónotuð í helztu
siglingaborgum auðvaldsríkjanna. Uúsundir flutninga-
skipa á ám, og þúsundir fiskiskipa liggja óhreyfð í
höfnunum.
Hið alþjóðlega siglinga- og útgerðar-auðvald reynir
að losna úr kreppunni með því að velta byrðunum yfir
á herðar farmanna, hafnarverkamanna og fiskimanna.
Um 50% (þ. e. helmingur) sjómanna og hafnarverka-
manna í auðvaldsríkjunum og nýlendunum, eru nú at-
vinnulausir, og kjör þeirra vinnandi hafa farið síversn-
andi. Gjörnýting útgerðar-auðvaldsins, sem hefir kom-
ið fram í auknum vinnuhraða, færri skipverjum á
hverju skipi, lengingu vinnutímans, minna öryggi, lækk-
uðum þjóðfélagstryggingum og sílækkandi vinnulaun-
um, hefir ásamt atvinnuleysinu gert vinnuskilyrði sjó-
manna og hafnarverkamanna í auðvaldslöndunum svo
að segja óþolandi með öllu.
Aðeins í einu landi — í verkalýðsríkjunum — er eng-
in kreppa í útgerð eða siglingum. Þúsundir tonna af
skipum eru byggð á ári hverju heima fyrir og erlendis.
Efnaleg og menningarleg skilyrði verkalýðsins aukast
án afláts, Þjóðarbúskapurinn batnar á grundvelli hinn-
ar skipulögðu, sósíalistisku framleiðslu.
117