Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 6
ríkjunum í því efni. — Annað, sem gerði það að
verkum, að Rússum var lífsnauðsyn, að leggja aðal-
áherzluna á þennan undirstöðuiðnað, var hin hernað-
arlega aðstaða landsins. Það er umkringt á alla vegu
af gráðugum imperialistum, sem sitja um færi til að
ráðast á landið, skipta því upp á milli sín og sundra
þessu sterkasta vígi heimsbyltingarinnar, sem þeir ótt-
ast jafn-mikið og þeir hata það. Atburðirnir í Austur-
Asíu sýna þetta áþreifanlegar en svo, að um það sé
hægt að deila. Ef verklýðsríkið átti ekki að verða ó-
viðbúið árásum auðvaldsríkjanna, hlaut það að verða
að koma iðnaði sínum í það horf, að það gæti fram-
leitt nýtízku varnartæki í nægilega stórum stíl. Þetta
varð til þess, að ýmsar verksmiðjur urðu að hætta við
hina venjulegu framleiðslu sína í 4 mánuði, til þess
að framleiða hergögn, og það er aftur ástæðan
til þess, að ekki tókst að Ijúka við nema 93,7%
af heildaráætlun iðnaðarins, þeirri, sem 5 ára áætlun-
in gerði ráð fyrir. Það tók 3 mánuði umfram 4 ár að
framkvæma 5 ára áætlunina á sviði iðnaðarins í heild
sinni. Aftur var við lok 4. ársins búið að framkvæma
meira en 5 ára áætlunin gerði ráð fyrir í sjálfum
þungavöruiðnaðinum, eða 108 %. Enda er nú svo kom-
ið, að Rússland er orðið eitt hið voldugasta ríki í
hernaðarlegu tilliti og undir það búið að verja hend-
ur sínar gegn árásum hvaða auðvaldsríkis sem er. Það
hefði verið óafplánanlegur glæpur við verkálýð Sovét-
ríkjanna og verkalýð alls heimsins, ef vanrækt hefði
verið að byrja á þessu, jafnvel þótt það hafi orðið til
þess, að rússneski verkalýðurinn varð um sinn að
leggja á sig miklar fórnir og neita sér um margt,
sem hann hefði annars getað veitt sér. Nú á öreiga-
bylting allra landa ósigrandi vígi þar sem Ráðstjórn-
arríkin eru, og það verður ekki metið til neinna ann-
arra verðmæta.
6