Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 9

Réttur - 01.01.1933, Page 9
ar, þá er ekki þar með sagt, að hún hafi ekki þegar raunverulega bætt kjör hennar á mörgum sviðum. Þótt ekki væri hægt að benda á annað en útrýmingu atvinnuleysisins, þá væri það ærinn árangur, sem hin- ar 50 milljónir atvinnuleysingja Evrópu og Ameríku myndu kunna vel að meta. En þar við bætast svo sjúkra-, slysa- og ellitryggingar o. s. frv., og hin stór- kostlega. hækkun á kaupgjaldi verkalýðsins og arði bænda í samvinnubúskapnum, sem átt hefir sér stað á síðari árum. Og þó að rússnesk alþýða þurfi enn að neita sér um ýmislegt af því, sem hún þarf á að halda, þá er það ekki af því, að ekki sé meira fram- leitt en áður af nauðsynjavörum, heldur af hinu, að kaupgeta fólksins og þar með þarfirnar hafa aukizt svo gífurlega, að framleiðslan hefir ekki nándar- nærri við, enn sem komið er. Daglegar þarfir rúss- neska verkalýðsins eru orðnar margfalt fjölskrúð- ugri en alls þorra verkalýðs auðvaldslandanna, svo sem bækur, tímarit, kvikmyndahús, leikhús, skemmti- ferðir út úr borginni o. s. frv. Og þetta ber vel að athuga. Alþjóðleg þýðing 5-ára-áætlunarinnar. En þrá'tt fyrir allt þetta, er það engum vafa bund- ið, að lang-mikilverðasti árangur 5-ára-áætlunarinn- ar er sú alþjóðlega aðstaða, sem hún hefir skapað Sovétríkjunum. Hún hefir aflað þeim samúðar verka- lýðs allra landa í miklu ríkara mæli en áður. Hún hefir aukið ,,respekt“ auðvaldsríkjanna fyrir Sovét- Rússlandi, svo að mörg þeirra hafa nú ekki séð sér annað fært en að taka tilboði þess um undirritun sáttmála, um það, að hvorugt ríkið skuli ráðast á hitt. Slíkir sáttmálar hafa verið gerðir milli Rússlands annarsvegar og hinna fjandsamlegu lénsríkja stór- veldanna á vestur-landamærunum, Póllands, Lett- lands, Estlands og Finnlands, hinsvegar. Þá hefir og nýlega verið undirritaður slíkur sáttmáli milli Rúss-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.