Réttur - 01.01.1933, Page 10
lands og Frakklands, þessa höfuðfjanda Sovétríkj-
anna í Evrópu, sem róið hefir að því öllum árum
upp á síðkastið að undirbúa árásarstríð á þau. Raun-
ar hefir sá samningur ekki verið löggiltur enn sem
komið er*. Enda þótt ekki megi gera of-mikið úr þýð-
ingu slíkra sáttmála við auðvaldsríki, verður þó að
skoða þá sem mikilsverðan árangur af friðarstefnu
Sovétríkjanna. Þá má og geta þess, að Kína hefir
aftur tekið upp stjómmálasamband það við Sovét-
Rússland, sem rofið var fyrir nokkrum árum, og var
það gert að undirlagi sjálfrar Nankingstjórnarinnar.**
Menningarleg þýðing 5-ára-áætlunarinnar.
En 5-ára-áætlunin hefir ekki aðeins látið til sín
taka hin efnalegu mál Sovétríkjanna. Hún hefir ekki
aðeins kippt fótunum undan valdi arðránsstéttanna í
bæjum og sveitum, lagt grundvöllinn að sósíalistiskri
framleiðslu, gert Rússland efnalega og hagfræðilega
óháð auðvaldsríkjunum og breytt því í hernaðarlega
voldugt land, sem fært er um að reka af höndum
sér útlenda heri. Menningarmálunum hefir ekki síð-
ur verið gaumur gefinn, eins og sjá má e. t. v. einna
bezt á því, að nú kunna 97% þeirra 165 milljóna, sem
Sovétríkin byggja, að lesa og skrifa, en fyrir byli-
inguna var þessi tala um 30%. Skólar, bókasöfn, les-
.stofur, kvikmyndahús, iðnskólar, háskólar o. s. frv.
hafa risið upp í tugaþúsunda tali, og ekkert land í
heimi gefur nú út eins mikið af bókum og blöðum og
Sovétríkin. Svo ómenntuð og menningarsnauð sem
rússnesk alþýða var fyrir byltinguna, þá er hún nú
að breytast í bókelskustu þjóð jarðarinnar. Á árinu
1933 verður varið 12 milljörðum rúbla til menning-
* Fyrir nokkru kom sú fregn, að búið væri að lög-
gilda þennan samning.
** Japan hefir hvað eftir annað neitað tilboði Ráð-
stjórnarinnar um undirritun fi’iðarsáttmála.
10