Réttur


Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 26

Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 26
kreppuna, heldur stórþjóðirnar, sem bera þyngri sök en við á henni og undanfarinni heimsstyrjöld. En við höfum rankað við okkur og séð, að það er ekki allt jafn-glæsilegt og við hugðum fyrir nokkrum árum. Og það verður ekki betur séð en við höfum naumast verið vitandi vits um það, sem gerðist. Við bárumst hraðfleygt með straumnum, en vissum ekki, hvert stefndi. Við bárumst þetta í senn viljugir, nauðugir, líkt og við höfum sveiflast með af ljóðum Einars Benediktssonar, viljugir, nauðugir. Við vissum ekki, hvert þau báru okkur, en þau voru heillandi. Það tímabil, sem æfi Einars Benediktssonar spenn- ir yfir, hefir vélamenningin og kapitalisminn unnið glæsilegustu sigra sína. Kapphlaup einstaklinga og þjóða um auð, völd og lönd varð tryllingslegt. Hug- vitsgáfa mannanna blossaði, hver uppfinningin rak aðra. Hvert afl var spennt til hins ýtrasta. Kenning- in um ofurmennið fékk sterkan byr í seglin. Kjör- orð aldarinnar urðu einstaklingsframtak og frjáls samkeppni, en það útlagðist: sá stærri skyldi svelgja hinn minni, sá ríki kúga þann fátækari. Því til sönn- unar var vitnað í þróunarkenning Darwins. Einn ein- staklingur þóttist kjörinn sökum máttar og valds til að ráða yfir öðrum, ein þjóðin til að drottna yfir annari. Stórfyrirtæki sölsaði hið smærra undir sig, en varð síðan gleypt af öðru enn stærra, unz öll saman lenda í gapanda náhvelisgin nokkurra risa- fyrirtækja, verzlunarhringa og stórbanka. Sam- keppnin varð heiftugri og heiftugri, unz logaði upp úr í heimsstyrjöldinni miklu. Og samtímis voru þjóð- irnar orðnar svo gagnsýrðar af kappi og metnaði og valdagirni, að þær lögðu út í stríð með óstjórnleg- um fögnuði. Sjálf alþýðan, undir forustu jafnaðar- manna, sem sýkzt höfðu af gerlum kapitalismans, lét tæla sig út í samkeppnisbaráttu auðvaldshringanna. Þeir drottnuðu ekki heldur eingöngu yfir framleiðslu og vinnu, heldur réðu jafnframt á öllum leiðum, sem 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.