Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 27

Réttur - 01.01.1933, Side 27
lágu inn að hugum og hjörtum, .að ættjarðarástinni ógleymdri. Kapitalisminn skapaði ekki aðeins verzl- unarhringa og bankakerfi, heldur hugmyndahringa og trúarkerfi. Hugmyndin svaraði hér eins og endra- nær til veruleikans. Og sá, sem átti valdið yfir veru- leikanum, átti það einnig yfir hugmyndinni. Kapi- talisminn eignaðist sinn hugmyndaheim. í ljósi þessarar þróunar, eins og hún birtist úti í heiminum, er fyrst hægt að eignast skilning á tím- unum hér heima. Það væri auðvelt að sýna, að í smáum stíl gerist hér hið sama. Þjóðin sogast inn í flóðbylgjuna, sem yfir gengur, og verður gagntekin af sama kappinu og aðrar þjóðir. I lífi hennar og at- vinnuháttum verða meiri byltingar en dæmi eru til áður. Hún spennir í öllum skilningi bogann hærra en nokkru sinni fyr. Það hleypur í hana djörfung og metnaður, og hún sést lítt fyrir. En hér hefst jafn- framt þáttur Einars Benediktssonar. Þroskabraut hans og þjóðarinnar liggja í sömu stefnu og innan sömu takmarka, og svo nátengt er skáldið þjóð sinni, að framsókn hennar og öfgahneigðir speglast í kvæðum hans allt þetta tímabil, og það má með sanni segja, að Einar sé ósk af ósk þjóðarinnar. Þetta verður allt ljóst við nokkra athugun. Bæði þjóðin og Einar hefjast þetta skeið á öldu kapital- ismans. Stefna beggja og möguleikar markast af hinni íslenzku aðstöðu. Sveiflurnar í lífi beggja eru snöggar, frá veruleika til draums, frá vantrausti til ofmetnaðar. Um 1890, þegar Einar kemur fyrst fram sem skáld, er ástandið með þjóðinni ekki glæsilegt. Fyrsta ávarp Einars til hennar hljóðar þannig: Þú fólk með eymd í arf. Og ennfremur segir hann: Vér höfum land og óðal fyrir augum, útsogið, kvalið, dautt úr öllum taugum. Hann bregður í „Sögum og kvæðum“ upp tveimur átakanlegum myndum úr íslenzku þjóðlífi á þeim 27

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.