Réttur


Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 29

Réttur - 01.01.1933, Qupperneq 29
þangað barst hún með vængjaþyt hins nýja tíma, er þá var í uppsiglingu: Heyrið ánauðug lönd, brjóta ok, slíta bönd, heyrið írann og Grikkjann með þyrnanna krans. Eigum vér einir geð til að krjúpa á knéð og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands. Frelsishreifingin úti í heimi magnar og hvetur ís- lendinga til að sækja djarfara fram. Og jafnaðar- stefnan, sem eflist mjög á þessum árum, fellur hér heima alveg saman við sjálfstæðisbaráttuna fyrst framan af. Þorsteinn snýr allri sinni heift gegn danska valdinu. Islendingar í heild eru skoðuð sem ein kúguð stétt, og kúgararnir sitja erlendis: kon- ungsvaldið danska. Þó að Einar segi, að hér heima sé einnig leikinn herrann óg þrællinn, þá sáu menn yfir höfuð engan stéttamun innanlands, alþýða og þjóð voru óaðgreind hugtök. Menn töldu allt fengið með því að brjóta af sér ok Dana. Og til þess skyldi nýi tíminn leggja mönnum vopn upp í hendurnar. Hann átti að veita fram auðnum úr skauti íslenzkrar náttúru: Við búum yfir námum gulls og gjalds, við grafin hreysi, djúpt í skorti alls. í sæ og landi liggur sæld og auður, við lýðins fætur, ræntur eða dauður. .1 aldamótakvæðinu segir: Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna — sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geymur; að hér er ei stoð að stafkarlsins auð. Nei, stórfé, það dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að grafa upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.