Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 31

Réttur - 01.01.1933, Page 31
Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaus uppi’ við sand. Þegar menn bera þetta saman við það, sem síðam hefir gerzt, er eins og þjóðin hafi í hvívetna kapp- kostað að verða við áeggjan Einars Benediktssonar. En með þeim skilningi væri einstaklingnum gert of hátt undir höfði. Ilinsvegar bar skáldið í sér lög- mál þess tíma, er í hönd fór, og vissi, hvert stefndi og hvaða alda var risin. Og rétt eins og Einar sagði fyrir, tóku bændurnir að ryðja þúfunum úr vegi, fá sér plóga, rífa gömlu bæina og reisa nýja. Og sjó- mennirnir létu ekki lengi ögra sér með Frakkanum, og fengu sér stærri fleytur en áður, togarana. Reynd- ar gengu kröfur skáldsins ennþá lengra, og bíða margir enn úrlausnar. Má þar minna á virkjun foss- anna. En atvinnulíf þjóðarinnar tók stórfeldum vexti. Velmegun landsmanna óx. Reykjavík varð til. Lang- þráðar óskir blossuðu upp. Þjóð, sem öldum saman hafði orðið að neita sér um öll þægindi, komst í áln- ir. Hún vill njóta lífsins, eignast fín föt, fagrar í- búðir og berast mikið á. Hún vaknar til vitundar um sjálfa sig, vill ganga í augun á öðrum þjóðum, dreym- ir um gull og græna skóga og eignast þrá út yfir sjálfa sig. Hún gleymir því, sem var, lokar augunum fyrir því, sem er, en horfir leiftrandi sjónum á það, sem verða muni. Gaman er að sjá, hvernig þessi breyting speglast í ljóðum Einars Benediktssonar. Þau höfðu fram að þessu, skáldið og þjóðin, verið veruleiki hvort fyrir annað, nú verða þau hvors ann- ars ósk. Eins og þjóðin þráir Einar út fyrir sjálfan sig og eignast drauma um skáldfrægð. Hversdags- baráttan, veruleikinn og Island, verða of þröngt svið fyrir skáldið. Það þráir út í heimsmenninguna, hrífst af andanum og vill eignast „þegnrétt í ljóssins ríki“. 31

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.