Réttur - 01.01.1933, Page 32
Fyrstu væng-jatök þessarar þrár sjást strax í „Sögum
• og kvæðum“:
Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt,
sem lifað er fyrir og barist er móti.
Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti
við hverja smásál eg er í sátt.
Því bláhvolfið hvelfist svo bjart og hátt.
Hér sést, hvert leið Einars muni liggja, eins og
síðar kom fram: frá efninu til andans, frá veruleik-
anum til hugsjónarinnar, frá lífinu til listarinnar.
Ástæðan til stefnubrigðanna er hvorttveggja í senn,
persónuleg og þjóðleg. Skáldið komst í kynni við
erlenda menningu og heillaðist af henni. Hugmynda-
heimur þess víkkaði út yfir ísland, og áður en varði,
er ísland veruleikans orðið við samanburðinn of fá-
tækt til þess að fylla út óskir skáldsins. Smáþjóðar-
þegninn getur átt meiri vaxtarmöguleika en honum
þykir ættjörðin geta útfyllt. En ættjörðin er samt
„staðreyndin í lífi hans“. Og geti hann ekki orðið
mikill af henni, verður hann að gera hana mikla af
sér. Þá hefst umsköpun þjóðarinnar í ímyndun
skáldsins. Þá verður óskmyndin til af þjóðinni í huga
umskapandans. í öðru lagi verður þjóðin líking og
tákn fyrir stærstu, persónulegu drauma skáldsins.
Þannig hefir einstaklingur og þjóð hvort annað í
veldi hæstu vona sinna. En bæði til samans geta haf-
izt til nýrrar stærðar, þar er samtendrast óskir þeirra
og umheimsins. Dæmi þessa alls er Einar skáld
Benediktsson. Kvæði hans „Dettifoss“ er ekki ein-
ungis merkilegt fyrir þær óskir, sem þar eru bornar
fram fyrir hönd þjóðarinnar, heldur veldishafning
þá, er hann gefur þeim. Fossinn er dæmi þess, hvern-
ig þjóðin situr „þyrst við lífsins brunn“, og það meira
en í efnalegum skilningi. En skáldið sér þar einnig
líking þess, hvernig það og allir menn sitja þyrstir
við brunn lífsins. Virkjun fossins, hagnýting manna á
aflinu, sem býr í honum, bendir langt út yfir þjóð-
32