Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 33

Réttur - 01.01.1933, Side 33
legan hagnað, til drottnunar mannsandans yfir öll- um öflum náttúrunnar, til ráðningar hans á dýpstu leyndarmálum lífsins: Eg þykist skynja hér sem djúpt í draum, við dagsbrún tímans nýja magnsins straum. Þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur, af þekking æðri verður lagt í taum. — Er hugarvaldsins voldug öld oss nær, þá veröld deyr ei er hún guð sinn lítur, þá auga manns sér allri fjarlægð fjær, þá framsýn andans Ijósi á eilífð slær og mustarðskorn af vilja björgin brýtur. 'Og þessa sýn eignast skáldið innblásið af anda tím- anna. í ,,Hljóðaklettum“ er merkilegt að sjá, hvernig frelsisþrá þjóðarinnar og vizkuþrá aldarinnar streyma saman og knýja skáldið, sem annars er svo hógvært frammi fyrir þögninni, til að heimta svar við því ýtr- asta. En hér er komið út á yztu þröm þess sviðs, er þessari grein var markað, þangað, er menn af öllum þjóðum mætast í bróðurlegri einingu. Og við skulum snúa við og athuga nánar, hvemig skáldið og þjóð- in sigla út á draumhafið. Um leið og fslendingar veruleikans gerast skáldinu of fáir og smáir, hefst íburður þess í þjóðarhugtakið, óskmynd Einars af þjóðinni, sem fellur síðan að mestu leyti saman við drauma 20. aldar fslendinga um sjálfa sig. Þetta hugtak óx og þróaðist í sál skáldsins, vai’ð því fegurra og glæsilegra því lengur sem Einar ól það sér við hjarta og því meira sem þjóðin sjálf dýrkaði það. Liti og drætti fær óskmyndin víða að, fyrst og fremst frá náttúru landsins. Af landinu hefir jafnan stafað Ijómi yfir á þjóðina. Og Sóley Einars er glæsi- feg: —Þar rís hún vor drottning, djúpsins mær með drifbjart men yfir göfugum hvarmi og framtíma daginn ungan á armi, eins og guðs þanki hrein og skær. 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.