Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 38

Réttur - 01.01.1933, Page 38
ast þessi undirstraumur í þjóðfélögunum. Verklýðs- hreyfingin hafði sífellt farið vaxandi. Hér á landi átti hún sér einnig orðið all-langa sögu. En alþýð- unni var, samt mjög óljóst, hvert stefndi. Hún tók þátt í sjálfstæðisbaráttunni, fögnuðinum yfir fram- förunum, draumunum um ísland, allt í góðri trú um batnandi hag. Og þó að fátt af kvæðum Einars Bene- diktssonar hafi fezt henni í minni, þá hreifst hún sannarlega af andanum í ljóðum hans. Og þó að alþýðan sjái nú, fyrir aukinn skilning á sjálfri sér, að Einar var um langt skeið ekki skáld hennar, þá var öðru máli að gegna á uppgangsárun- um. Af þeim ástæðum hefi eg dirfzt að tala hér ein- lægt um Einar í sambandi við þjóðina sem heild, enda þótt mér sé ljóst, að hann er fyrst og fremst tengdur ráðandi stétt þjóðarinnar. Nokkur hluti al- þýðunnar varð öll uppgangsárin að horfast í augu við blákaldan veruleikann, og gat því vitanlega ekki fylgt Einari inn á land draumanna. Sá hlutinn leit ísland ætíð með augum fátæktar sinnar, en nær því sem það var. Því sjást líka andstæðurnar í hugsun og eðli Einars Benediktssonar. Hann vissi, að með því að kjósa sér hlutskipti hárrar listar og blárra drauma> þá greindi hann sig frá dýpsta veruleika þjóðar sinn- ar: hinni vinnandi stétt. Þetta er því augljósara sem Einar var eitt sinn snortinn af jafnaðarstefnunni og hafði í fyrstu beint orðum sínum til alþýðunnar. Samvizkubit skáldsins út af vali hugarheimsins kem- ur nokkrum sinnum fram í ljóðum hans, einna gleggst í kvæðinu „Gamalt lag“. Einar er staddur í Stokkhólmi, og heyrir þar sunginn gamlan skóla- söng, er hann kannast við úr æsku. Æfinni bregður upp fyrir skáldinu í einu leiftri: Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur, mitt hjarta snart eins og sakardómur. Því braust eg frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell? 38 I

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.