Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 41

Réttur - 01.01.1933, Side 41
TVÖ KVÆÐI Eftir Stein Steinar. HIN HLJÓÐTJ TÁR. Ecj hef’ hlustað svo oft á hin hljóðu tár, hin hljóðu tár, sem í myrkrinu falla, svo harmþrungin, vonlaus og veik og þjáð eins og veiks manns stuna, sem heyrist varla. Gegnum áranna þyt, gegnum aldanna nið, frá upphafi heyrðist sá vonlausi rómur. Eins og bölvuna/r orð fyrir breyskum lýð, eins og bannfæring guðs eða skapadómur. Þau falla svo hægt þessi hljóðu tár, þessi hljóðu tár, út’ í myrkrinu svarta. Samt tákna þau þjáning hins þrautpínda lýðs og þjáning og kvalir í mannlegu hjarta. Samt boða þau hefnd fyrir böl og skort og bölvun og dauða yfir heimsbyggð alla. Þau brenna af hatri hin hljóðu tár, hin hljóðu tár, sem í myrkrinu fdlla. Þau streyma, þau streyma svo brennandi beisk með brimsins gný gegnum rúm og tíma. Hvort kúg\arinn lifir eða kúgarinn deyr, hún kemur nú bráðum sú úrslita glíma. Þau falla, þau falla hin hljóðu tár, eins og fórnir til lífsins í myrkrinu svarta, og þau boða hefnd fyrir bölvun og kvöl, sem var brennd, sem var brennd inn í mannlegt hjarta.. 41

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.