Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 42

Réttur - 01.01.1933, Side 42
VERKAMAÐUR. Hann var eins og hver annar verkamaður, í vinnufötum og gömlum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki noklcurn helgidóm. Hann vann á Eyrinni alla daga þegar einhverja vinnu var hægt að fá, en lconan sat heima oð stoppa og staga og stugga krökkunum til og frá. , Svo var það eitt sinn þann óra-tíma að enga vinnu var hægt að fá. Hver dagur var harðsótt og hatröm glíma við hungur-vofuna til og frá. Þá ólgaði hatrið, sem öldur á sænum, og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð, og loksins kom að því þeir hörðust í bænum um brauð Jianda sveltandi verkalýð. Þann dag var hans æfi á enda runnin og enginn veit meira um það. Með brotinn Jiausinn og blóð um munninn og brjóst hans var sært á einum stað. Hans fall var hljótt eins og fóm í leynum. í fylkinguna sást hvergi skarð. Að stríðinu búnu á börum einum þeir báru hans líJc upp í kirkjugarð. Hann var eins og hver annar verkamaður, í vinnufötum og gömlum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkum helgidóm. Engin frægðar-sól eða sigur-bogi er saman tengdur við minning hans, en þeir segja að rauðir logar logi á leiði hins fátæka verJcamanns. 42

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.